Hlutabréf Icelandair hafa fallið um 10% í fyrstu viðskiptum dagsins, þegar þetta er ritað. Viðskiptin eru þó lítil en gengi bréfa félagsins er komið undir 1 krónu á hlut.
Félagið sendi frá sér í gær afkomuviðvörun þar sem fram kemur að EBIT-hagnaður þriðja ársfjórðungs verði um 74 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 83,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er töluvert undir væntingum stjórnenda.
Viðsnúningur í rekstri hefur reynst erfiður og fjárfestar virðast bregðast harkalega við. Ekki bætir stöðuna yfirvofandi verkföll flugumferðastjóra.
