Verðbólgan hreyfist lítið næstu mánuði

Ljósmynd/Hagstofa Íslands

Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að verðbólgan muni hreyfast lítið næstu mánuði. 

Hagstofan birtir októbermælingu vísitölu neysluverðs þann 30. október næstkomandi.

Íslandsbanki spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% í október frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga standa í stað í 4,1%. Bankinn telur að verðbólgan muni mælast rétt yfir 4% vikmörkum Seðlabankans út árið.

Landsbankinn spáir því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%.

„Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði,” segir í greiningu Landsbankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK