Lystisemdir á ögn lægra plani

Veitingastaðir Arby's leynast oft í minna fínum hverfum bandarískra stórborga.
Veitingastaðir Arby's leynast oft í minna fínum hverfum bandarískra stórborga. Ljósmynd/Arby's

Hið ljúfa líf er vikulegur lífstílsdálkur ViðskiptaMoggans.

Það væri ekki skrítið ef lesendur væri farið að gruna að við nautnaseggirnir sem skiptumst á að skrifa þennan litla lífsstílspistil ViðskiptaMoggans drykkjum ekki annað en frönsk gæðavín, og legðum okkur varla mat til munns nema hann hefði að lágmarki eina Michelinstjörnu.

En lífsins gæði eru ekki bara fólgin í því fína, dýra og fágæta, og oft er það hversdagslúxusinn sem skiptir mestu máli.

Þessa vikuna langar mig því að taka lesendur niður á ögn lægra plan en venjulega, og er tilefnið að ég skrifa pistilinn frá Flórída þar sem ég hef verið að vitja minna uppáhaldsskyndibitastaða. Vafalaust eru margir í hópi lesenda sem þekkja þessa skyndibitastaði vel, en bandaríska matarflóran er svo fjölbreytt að örugglega eru líka sumir sem hafa ekki prófað skyndibitann sem mér finnst ómissandi að láta eftir mér þá sjaldan sem tækifæri gefst.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK