Icelandair með afkomuviðvörun

Áskoranir eru í starfsumhverfi félagsins, þar á meðal möguleg vinnustöðvun …
Áskoranir eru í starfsumhverfi félagsins, þar á meðal möguleg vinnustöðvun hjá flugumferðarstjórum. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair Group birti afkomuviðvörun á miðvikudag þar sem fram kemur að EBIT-hagnaður þriðja ársfjórðungs verði um 74 milljónir bandaríkjadala en hafði verið 83,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er töluvert undir væntingum stjórnenda, sem í uppgjöri annars ársfjórðungs höfðu gert ráð fyrir betri afkomu en árið áður.

Greiningarfyrirtækið Akkur hafði í sinni afkomuspá gert ráð fyrir EBIT upp á 80 milljónir dala, og er afkoman því einnig undir væntingum þess, þótt munurinn þar sé minni. Bent er á í greiningu Akkurs að EBIT sé hins vegar um 7,5% undir spá, sem telst innan skekkjumarka í jafn sveiflukenndum rekstri og flugrekstur er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK