Miklar hækkanir á aðra bíla en rafmagnsbíla

Niðurfelling vörugjalda af rafmagnsbílum nemur um 5% af verði hvers …
Niðurfelling vörugjalda af rafmagnsbílum nemur um 5% af verði hvers bíls. AFP/Ina Fassbender

Breytingar á vörugjöldum af nýjum bifreiðum sem fluttar eru til landsins og kynntar voru í dag munu leiða til verulegra hækkana á öllum bílum sem ekki eru knúnir raforku.

Í kjölfar tilkynningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins um niðurfellingu vörugjalda af nýjum rafmagnsbílum var leitað eftir frekari skýringum á þeim áhrifum sem breytingarnar munu valda.

Í samtali við sérfræðinga ráðuneytisins kemur fram að styrkur sem veittur er af Umhverfis- og orkustofnun vegna kaupa á nýjum rafmagnsbílum haldi áfram þrátt fyrir breytinguna. Gert er ráð fyrir að styrkurinn hætti á næstu árum og lækki um áramót, úr 900 þúsund krónum á bíl (að hámarki 10 milljónir króna að kaupverði) í 500 þúsund krónur.

Niðurfelling vörugjalda af rafmagnsbílum nemur um 5% af verði hvers bíls.

Sérfræðingarnir staðfesta einnig að vörugjöld af bílum sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu, ásamt þeim sem nýta svokallaða hybrid-tækni, muni hækka við breytinguna. Vörugjöldin reiknast út frá skráðri koltvísýringslosun og viðmiðið hefur verið fært niður úr 85 grömmum í 30 grömm. Vörugjöldin verða þó aldrei hærri en 65% af tollverði, líkt og áður.

Það þýðir því að bifreiðar aðrar en rafmagnsbifreiðar munu hækka í verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK