Sigurður Óskar Árnason framkvæmdastjóri Overtune sem þróar samnefnt tónlistarforrit, segir að fyrirtækið hafi verið stofnað seint árið 2020 í miðjum covid-faraldri.
Sigurður er sjálfur fyrrverandi tónlistarmaður. Hann vildi lýðræðisvæða tónlistarsköpun, búa til forrit sem gerði venjulegu fólki sem hefði hugmynd, en hefði ekki stundað nám í tónlist, kleift að búa til tónlist á auðveldan hátt. Líkir hann forritinu við myndvinnsluforritið Canva og myndbandstólið Cap Cut. „Hugmyndin var bara að búa til forrit fyrir einhvern sem kann ekkert, er bara með hugmynd bara að einhverju lagi, og geti bara byrjað. Hann hafi aldrei lært tónlist, í raun og veru, en er með einhverja laglínu í hausnum. Það er svona rauði þráðurinn í þessu.“
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn hér: