Sigruðu stærstu félög heims

Grímsárvirkjun í Skriðdal er í eigu Orkusölunnar.
Grímsárvirkjun í Skriðdal er í eigu Orkusölunnar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir

Eins og sagt var frá á mbl.is fyrr í vikunni var orkufyrirtækið Orkusalan valið besta græna vörumerkið á verðlaunahátíðinni Charge Awards 2025, sem íslenska vörumerkjastofan Brandr stendur fyrir ár hvert. Í þetta sinn fór hátíðin fram í Istanbúl í Tyrklandi.

Orkusalan var í hópi tilnefndra fyrirtækja á heimsvísu sem leggja áherslu á sjálfbæra orku, umhverfisvernd og samfélagslega ábyrgð.

Magnús Kristjánsson forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki hlýtur viðurkenninguna. „Dómnefndin er alþjóðleg. Við öttum þarna kappi við öll stærstu orkufyrirtæki heims,“ segir Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK