Sjaldgæft tækifæri til stækkunar

Konur á öllum aldri mættu á opnun Gina Tricot á …
Konur á öllum aldri mættu á opnun Gina Tricot á dögunum.

Albert Þór Magnússon, annar eigenda LDX19 ehf. sem rekur Lindex, Gina Tricot, Mayoral og Born in Iceland by EMIL&LÍNA, segir í samtali við ViðskiptaMoggann það ekki á hverjum degi sem verslanir fái tækifæri til að stækka verslunarrými sitt í Kringlunni. „Það losnuðu samningar í rýminu við hliðina á Gina Tricot en við hófum fljótlega samtal við eigenda plássins eftir vel heppnaða opnun Gina Tricot árið 2023. Það líktist helst rokktónleikum,“ segir Albert og hlær.

Gina Tricot er orðin fjórða vinsælasta kvenfataverslun landsins samkvæmt tölum frá Meniga Markaðsvakt með 10,2% hlutdeild. Verslunin hefur sótt mikið í sig veðrið síðan fyrsta útibúið var opnað með pomp og prakt í Kringlunni fyrir tveimur árum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK