Kara Connect hefur sókn á nýja markaði

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir að heilbrigðiskerfið innleiði …
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir að heilbrigðiskerfið innleiði tækni ekki nógu hratt. mbl.is/Eyþór

Heilbrigðistæknifyrirtækið Kara Connect ákvað að færa sig frá því að bjóða einungis upp á þjónustu sérfræðinga og er farið að selja vöruna á Írlandi og Bretlandi. Fyrirtækið selur nú þjónustu sína eingöngu til fyrirtækja og einkaaðila, eftir að samstarfið við hið opinbera reyndist þungt og tímafrekt.

„Við tókum ákvörðun um að skipta alveg um markað, við ákváðum að „pivota“ eins og það kallast og fengum fjármögnun til að keyra þá hugmynd áfram,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Það er meira en að segja það að skipta um vöru,“ segir hún og útskýrir að jafnvel þó að hægt sé að byggja nýjar vörur í kringum fyrri hugmyndir þá þurfi að byrja alveg upp á nýtt í markaðs- og sölumálum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK