Reitun (IFS greining) spáir því að hagnaður Kviku á þriðja ársfjórðungi aukist á milli ára og nemi 1,8 milljörðum króna. Kvika birtir uppgjör miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi.
„Við spáum því að hreinar vaxtatekjur hækki um 7,7% á milli fjórðunga og nemi um 3,2 milljörðum króna, samhliða örum útlánavexti og vaxtamunur mun nema 4,4% á fjórðungnum,“ segir í afkomuspánni.
Spáð er að hreinar þóknanatekjur lækki töluvert á milli fjórðunga en haldist í stað á milli ára, en útboð Íslandsbanka litaði þóknanatekjur á öðrum fjórðung.
„Við gerum ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta muni aukast um 16%, að miklu leyti drifið áfram af sterkum vexti í vaxtatekjum,“ segir í spánni.
Reitun spáir því að innreið Kviku á húsnæðislánamarkað hafi haldið góðum dampi á fjórðungnum en fyrr í sumar höfðu stjórnendur hækkað vexti á íbúðalánum með það í huga að tempra eftirspurnina en þá höfðu borist umsóknir fyrir rúmum 20 milljörðum á rúmum mánuði.
„Eftir uppgjör annars fjórðungs kom í ljós að tekist hafði að afgreiða lán fyrir rúma tvo milljarða á fjórðungnum. Við áætlum að hinir 18 milljarðarnir seytli inn í lánabókina á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar miðuðu stjórnendur, í kjölfar ársuppgjörs 2024, við að húsnæðislán stæðu fyrir 10-15% af 300 milljarða lánabók í lok árs 2027 (um 30-45 milljarðar),“ segir í afkomuspánni.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
