Spá auknum hagnaði Kviku

Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku. IFS spáir auknum hagnaði.
Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku. IFS spáir auknum hagnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reitun (IFS greining) spáir því að hagnaður Kviku á þriðja ársfjórðungi aukist á milli ára og nemi 1,8 milljörðum króna. Kvika birtir uppgjör miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi.

„Við spáum því að hreinar vaxtatekjur hækki um 7,7% á milli fjórðunga og nemi um 3,2 milljörðum króna, samhliða örum útlánavexti og vaxtamunur mun nema 4,4% á fjórðungnum,“ segir í afkomuspánni.

Spáð er að hreinar þóknanatekjur lækki töluvert á milli fjórðunga en haldist í stað á milli ára, en útboð Íslandsbanka litaði þóknanatekjur á öðrum fjórðung.

„Við gerum ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta muni aukast um 16%, að miklu leyti drifið áfram af sterkum vexti í vaxtatekjum,“ segir í spánni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK