Bruggverksmiðjan Eimverk er með starfsemi bæði í Lyngási í Garðabæ og Bjálmholti í Holtum, rétt fyrir utan Hellu. „Þar ræktum við kornið okkar og geymum tunnurnar með víninu. Við munum flytja þangað alfarið innan tveggja ára enda á þetta hverfi hér í Lyngásnum allt að fara undir íbúðabyggð. Við ætlum að setja upp 1.400 fermetra hús sem á að hýsa bæði verksmiðju og gestastofu,“ segir Eva María Sigurbjörnsdóttir þjónustustjóri í samtali við ViðskiptaMoggann.
Í Lyngásnum er mjög hlýleg gestastofa þar sem má kaupa og kynna sér allar vörur Eimverks, allt frá brennivíni og gini til eðalviskís, og fá fræðslu og smakk. „Við tökum á móti fjögur þúsund gestum á ári, mest ferðamönnum,“
Meðal þess sem gestir fá að hlusta á er áfengissaga Íslands og hvernig hlýtt og kalt veðurfar í gegnum aldirnar hefur haft áhrif á búsetu, kornrækt og samfélagsmál.
Spurð að því hvort það sé ekki draumur allra framleiðenda að komast með vörur í stórmarkaði, segir Eva það ekki endilega vera málið. „Það yrði erfitt fyrir okkur. Þú vilt geta staðið undir stórum pöntunum og við erum frekar smá verksmiðja. Svo er erfitt fyrir okkur að keppa í verðum við viskí í stórmörkuðum.“
Eva segir um helstu markaðssvæði að Þýskaland sé stærst. Einnig selji fyrirtækið talsvert til Bandaríkjanna. Þá sé fyrirtækið með stöðugan markað í Japan, en Japanir eru mikil viskíþjóð, að sögn Evu.
Um markaðssókn nýs rúgviskís félagsins, eth, sem hefur fengið tvenn gullverðlaun á árinu, bindur Eva vonir við Bandaríkin og Kanada sem sjálf framleiða talsvert af rúgviskíi. „Við höfum þá sérstöðu að viskíið okkar er bruggað úr 100% rúgi. Venjulega er rúgviskí með í mesta lagi 51% rúgi,“ segir Eva að lokum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
