Íslandsbanki telur líkur á óbreyttum vöxtum

Reiknaða húsaleigan hækkar um 0,9% svipað og síðast.
Reiknaða húsaleigan hækkar um 0,9% svipað og síðast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðbólga reynist ansi þrálát og jókst á milli mánaða í október. Ársverðbólga mælist nú 4,3%. Mæling Hagstofunnar í október er yfir opinberum spám. Útlit er fyrir að verðbólga muni mælast á svipuðu róli næstu mánuði og taka svo að hjaðna á ný á fyrri hluta næsta árs að því er fram kemur í greiningu Íslandsbanka.

Húsnæðisliður vegur þyngst til hækkunar vísitölunnar í mánuðinum.

„Það er vegna þess að reiknaða húsaleigan hækkar um 0,9%, 0,19% áhrif á vísitölu neysluverðs (VNV). Þetta er svipuð hækkun og í síðasta mánuði en meiri hækkun en mánuðina þar á undan. Eftir að Hagstofan breytti aðferðafræðinni við útreikning á reiknuðu húsaleigunni í fyrrasumar hefur reynst erfitt að spá fyrir um þennan lið,“ segir í greiningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK