Oculis Holding AG, alþjóðlegt líftæknilyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í nýsköpun innan augnlækninga og taugatengdra augnsjúkdóma, tilkynnti í gær að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að heildarandvirði 110 milljóna bandaríkjadala, sem samsvarar um 13,6 milljörðum íslenskra króna.
Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi og eru bréf félagsins skráð á markaði á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Félagið hyggst nýta afrakstur útboðsins til að hraða þróun á lyfinu Privosegtor, meðferð við bráðri sjóntaugabólgu og blóðþurrð í sjóntaug án slagæðabólgu. Fjármagnið verður sömuleiðis nýtt sem veltufé sem og í almennan rekstur félagsins, samkvæmt tilkynningu.
J.P. Morgan, Leerink Partners og Pareto Securities voru sameiginlegir söluráðgjafar í útboðinu. Van Lanschot Kempen gegndi hlutverki ráðgjafa og Arctica Finance veitti fjármálaráðgjöf, meðal annars við sölu til íslenskra fjárfesta.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
