Oculis lýkur hlutafjárútboði

Félagið sérhæfir sig í nýsköpun innan augnlækninga.
Félagið sérhæfir sig í nýsköpun innan augnlækninga. AFP/Timothy A. Clary

Oculis Holding AG, alþjóðlegt líftæknilyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í nýsköpun innan augnlækninga og taugatengdra augnsjúkdóma, tilkynnti í gær að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að heildarandvirði 110 milljóna bandaríkjadala, sem samsvarar um 13,6 milljörðum íslenskra króna.

Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi og eru bréf félagsins skráð á markaði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Félagið hyggst nýta afrakstur útboðsins til að hraða þróun á lyfinu Privosegtor, meðferð við bráðri sjóntaugabólgu og blóðþurrð í sjóntaug án slagæðabólgu. Fjármagnið verður sömuleiðis nýtt sem veltufé sem og í almennan rekstur félagsins, samkvæmt tilkynningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK