Vaxtalækkun ólíklegri nú

Líkur eru á því að Seðlabankinn taki sér tíma til …
Líkur eru á því að Seðlabankinn taki sér tíma til að meta stöðuna. mbl.is/Golli

Síðustu daga hafa ýmsir greiningaraðilar tjáð sig í fjölmiðlum um að líkur séu á vaxtalækkun 19. nóvember næstkomandi. Í ljósi nýrrar verðbólgumælingar, þar sem verðbólgan mælist nú 4,3%, óvissu í kjölfar vaxtamálsins og áforma ríkisstjórnarinnar um að slá aðhaldi í ríkisrekstri á frest eru greiningaraðilar nú óvissari en áður. Þar að auki eru nokkrir kjarasamningar lausir um þessar mundir og von er á kjarasamningsbundnum hækkunum um næstu áramót í tengslum við þá kjarasamninga sem undirritaðir voru á síðasta ári.

Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Erlingsson, forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Arion banka, það vonbrigði að í nýjum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sé slegið af borðinu að herða frekara aðhald í ríkisrekstri, að svo stöddu. „Þetta setur Seðlabankann í snúnari stöðu en ella,“ segir Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK