277 milljarðar í „tímabundna" skatta

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF).
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Ljósmynd/Aðsend

Skattgreiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja í formi þriggja sértækra skatta, sem ekki eru lagðir á aðrar atvinnugreinar hér á landi, námu 17,7 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtri álagningu Skattsins á lögaðila. Því til viðbótar greiða fjármálafyrirtæki og aðrir eftirlitsskyldir aðilar fjármálaeftirlitsgjald og gjald vegna reksturs Umboðsmanns skuldara sem ráðgert er að nemi saman um 3,7 milljörðum á þessu ári. Alls eru því sértækir skattar á innlenda fjármálastarfsemi um 21,4 milljarðar króna á þessu ári.

Þar með hafa íslensk fjármálafyrirtæki að núvirði greitt um 277 milljarða króna í þrjá sérstaka skatta, sem ekki eru lagðir á aðrar atvinnugreinar hér á landi, frá því þeir voru fyrst lagðir á árið 2010 samkvæmt tölum sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa tekið saman. Þar af nema skattgreiðslurnar síðastliðinn áratug um 192 milljörðum króna að núvirði. Sértæku skattarnir þrír leggjast ofan á laun, hagnað og skuldir íslenskra fjármálafyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK