„Aðför að rekstri bílaleiga í landinu“

„Það er verið að gera aðför að rekstri bílaleiga í landinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um boðaðar skattbreytingar stjórnvalda sem gætu haft víðtæk áhrif á greinina.

Jóhannes var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna þar sem rætt var um áform ríkisstjórnarinnar um auknar álögur á ferðaþjónustuna, Ferðaþjónustudaginn sem haldinn var í síðustu viku og þá staðreynd að ekki hafi verið ráðist í markaðssetningu fyrir greinina síðan árið 2022.

Vinna gegn markmiðum

Á Ferðaþjónustudeginum í síðustu viku, stærstu árlegu ráðstefnu ferðaþjónustunnar, voru skattamál í forgrunni. Þar ræddi greinin sérstaklega fyrirhugaða hækkun vörugjalda, kílómetragjald og svokölluð auðlindagjöld. Jóhannes bendir á að áhrifin verði neikvæð, bæði fyrir fyrirtæki og ferðamenn: „60% þeirra sem heimsækja Ísland leigja bíl. Ef verðið á bílaleigubílum hækkar umtalsvert, þá hafa ferðamenn minna svigrúm til að ferðast vítt um landið. Það vinnur gegn markmiðum um dreifingu ferðamanna.“

Hann segir að stjórnvöld hafi ekki lagt raunverulegt áhrifamat á borð og nefndi dæmi um innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem hafi verið viðurkennt sem mistök eftir á. „Ég hvet stjórnvöld til að forðast að gera sömu mistökin aftur og aftur,“ segir hann.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Hallur Már
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK