Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). segir að mikill áhugi og þátttaka almennings í Íslandsbankaútboðinu í vor hafi verið afar jákvætt merki.
„Þó að ríkið sé ekki lengur meðal eigenda Íslandsbanka er almenningur engu síður óbeinn eigandi um tveggja þriðju hluta bankanna í gegnum eignarhald lífeyrissjóða annars vegar og ríkisins á Landsbankanum hins vegar. Því tilheyrir stærstur hluti afkomu viðskiptabankanna beint eða óbeint almenningi,“ segir Heiðrún.
Í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem stjórnvöld gáfu út árið 2018, kom fram að háir sértækir skattar ásamt háum kröfum á eigið fé og smæð íslenskra fjármálafyrirtækja stuðluðu að svokölluðu Íslandsálagi, sem stuðli að hærri vaxtamun en ella miðað við nágrannaríki okkar.
Þá var svokölluð óvaxtaberandi bindiskylda Seðlabankans hækkuð á síðustu tveimur árum úr 1% í 3% sem aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa sagt ígildi skattlagningar á fjármálastarfsemi. Á síðasta ári áætlaði Seðlabankinn að árlegur kostnaður af hækkun bindiskyldunnar næmi um 5,5 milljörðum króna miðað við þáverandi vaxtastig.
Heiðrún bendir á að miklu skipti að á hverjum tíma hugi stjórnvöld vel að starfsumhverfi innlendrar fjármálaþjónustu.
„Kenningar hagfræðinnar segja okkur að kostnaðurinn af þessum kröfum stjórnvalda skiptist að öllu jöfnu í einhverjum hlutföllum milli eigenda og viðskiptavina fjármálafyrirtækja sem í báðum tilfellum eru að verulegu leyti almenningur, heimilin í landinu.“
Hún bætir við að samkeppnishæfni Íslands skipti miklu þegar kemur að verðmætasköpun í hagkerfinu.
„Mikilvægt er að íslenska fjármálakerfið geti þjónustað íslensk fyrirtæki sem best. Því má halda fram að það sé skammsýni að viðhalda þessum sértæku álögum á fjármálaþjónustu hér á landi,“ segir Heiðrún.
Greinina í heild sinni má lesa í Morgunblaði dagsins.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
