Árstíðasveiflan að aukast

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna þar sem rætt var um áform ríkisstjórnarinnar um auknar álögur á ferðaþjónustuna.

Aukið álag á ferðaþjónustuna bætist við aðra erfiða þætti: hátt raungengi, mikinn vaxtakostnað og skort á opinberri markaðssetningu landsins.

„Við erum þegar dýr áfangastaður. Þegar stjórnvöld hækka skatta ofan á þessa stöðu, eykst kostnaður fyrirtækja og samkeppnishæfnin versnar enn,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki verja um sex milljörðum króna á ári í markaðssetningu, en ríkið hafi ekki sett verulegt fé í verkefnið síðan 2022. Afleiðingin sé að árstíðasveifla sé að aukast á ný. „Það verður erfiðara að halda fyrirtækjum opnum allt árið og tryggja atvinnu utan höfuðborgarsvæðisins.“

Þrátt fyrir áskoranir sér Jóhannes bjarta framtíð ef stjórnvöld taki réttu skrefin. „Ferðaþjónustan getur áfram verið undirstaða lífskjara á Íslandi, en þá þurfa stjórnvöld að huga að samkeppnishæfni greinarinnar í stað þess að veikja hana með auknum álögum,“ segir hann.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK