Enn einn yndislegur Indverji

Indri Trini er framúrskarandi viskí, og skákar margfalt dýrari tegundum.
Indri Trini er framúrskarandi viskí, og skákar margfalt dýrari tegundum. Ljósmynd/Piccadilly.com

Hið ljúfa líf er vikulegur lífstílsdálkur ViðskiptaMoggans

Indverskir viskíframleiðendur hafa heldur betur verið að gera góða hluti á undanförnum árum og náð að raka til sín verðlaunum í alþjóðlegum viskíkeppnum.

Indverska viskíbyltingin er nýbyrjuð en eftir því var tekið árið 2010 þegar viskíspekúlantinn Jim Murray kvað upp þann dóm að indverska Amrut Fusion-viskíið væri þriðja besta viskí heims það árið, og varð Amrut óstöðvandi upp frá því.

Það var árið 2020 að ég rakst loksins á flösku af Fusion, í stórmarkaði austur í Istanbúl, og líkt og kom fram í pistli sem ég skrifaði hér í ViðskiptaMogganum féll ég kylliflatur fyrir þessum afburðagóða drykk.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK