Áhugi á fjárfestingum glæðst að undanförnu

Ferill Magnúsar í Kauphöllinni spannar um 23 ár. Þegar hann …
Ferill Magnúsar í Kauphöllinni spannar um 23 ár. Þegar hann lítur yfir starfsferilinn kemur þó fyrst upp í hugann fólkið sem hann hefur starfað með. mbl.is/Eyþór

Það er engum blöðum um það að fletta að áhugi almennings á fjárfestingum hefur aukist verulega á undanförnum árum. Spurður hvort sjá megi í tölum Kauphallarinnar að smærri fjárfestar séu farnir að láta til sín taka á markaðnum, segir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar að breytingin hafi verið gífurleg á örfáum árum.

„Það sem gerðist í upphafi covid var alveg einstakt. Við fórum mjög hratt upp í fjölda einstaklinga sem tóku þátt í hlutabréfamarkaði,“ segir hann. „Fyrst var það útboð Icelandair, síðan Íslandsbanka, og fleiri fylgdu í kjölfarið. Á nokkrum mánuðum fór fjöldinn úr því að vera um 8.000 einstaklingar sem áttu hlutabréf í landinu í um fjórfalt það. Í framhaldinu hélst fjöldinn lengi vel í kringum 30.000, en með útboði Íslandsbanka fór hann upp í nærri 47.000. Núna erum við að tala um tæplega 45.000 einstaklinga.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK