Opec eykur framleiðslu en svo komið gott

Aukning ársins jafngildir 2,7% af framleiðslu á heimsvísu.
Aukning ársins jafngildir 2,7% af framleiðslu á heimsvísu. AFP/Robyn Beck

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. nóvember.

Fulltrúar Opec+-ríkjanna sammæltust um það á sunnudag að auka olíuframleiðslu lítillega í desember en auka framleiðsluna ekki meira á fyrri hluta næsta árs.

Frá og með desember munu olíuframleiðsluríkin bæta við 137.000 fötum af hráolíu samanlagt, en líkt og Morgunblaðið hefur fjallað um hefur Opec+ jafnt og þétt aukið framleiðsluheimildir aðildarríkja hópsins, og nemur aukningin samtals 2,91 milljón fata á dag ef desemberviðbótin er talin með. Jafngildir það því að heimsframboð af olíu hafi aukist um 2,7%.

Gaf hópurinn það út að ekki yrði bætt við framleiðsluna í janúar, febrúar og mars á næsta ári og er sú ákvörðun tekin með hliðsjón af árstíðasveiflum í olíueftirspurn og mögulegri hættu á offramboði á mörkuðum. Að sögn FT er eftirspurn eftir hráolíu jafnan með lægsta móti á fyrsta fjórðungi hvers árs og algengt að olíuvinnslustöðvar noti tækifærið til að huga að viðhaldi og viðgerðum. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK