Vélfag ehf., í samstarfi við meirihlutaeiganda sinn, hefur lagt fram formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem farið er fram á að stofnunin taki fyrir meint brot íslenska ríkisins á EES-samningnum.
Kvörtunin var unnin af Lauru Melusine Baudenbacher og Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið skipaður lögmaður félagsins með samþykki utanríkisráðuneytisins í lok október.
Í kvörtuninni er vísað til meintra brota á EES-reglum og grundvallarréttindum, þar á meðal frystingu bankareikninga, takmarkana á stjórnarsetu erlends eiganda, og skorts á sönnunargögnum um meint tengsl við aðila sem sætir refsiaðgerðum.
Þá er vísað til brota á 4. gr. EES-samningsins og frelsis til fjármagnsflutninga.
„Vélfag hefur ítrekað leitað réttar síns innanlands án árangurs,“ er haft eftir Alfreði Tulinius, stjórnarformanns Vélfags ehf. í tilkynningu.
Jóhann Elíasson:
ÞÁ FÆR KÚLULÁNDROTTNINGIN ENN EINA "GUSUNA" YFIR SIG.......
