Defend Iceland á danskan markað

Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland.
Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hefur ákveðið að opna villuveiðigátt sína í Danmörku undir nafninu Defend Denmark.

Defend Iceland er fyrirtæki sem vinnur að því að skapa öruggara stafrænt samfélag. Það stuðlar að því með því að bjóða upp á samfélagsdrifna villuveiðigátt (e. Bug Bounty Platform). Þar koma saman fremstu heiðarlegu hakkarar landsins til að finna öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana, eins og það er orðað í tilkynningu. 

Með því að opna fyrir gáttina í Danmörku verður þessi íslenska hugmyndafræði aðgengileg nýjum markaði sem hefur sýnt vaxandi áhuga á samvinnu og gagnsæi í netöryggismálum.

„Við höfum séð hversu öflugt það er þegar samfélag heiðarlegu hakkaranna og fyrirtæki vinna saman. Nú viljum við færa þá sýn til Danmerkur og skapa vettvang sem þjónar þörfum danska markaðarins,“ er haft eftir Theódóri Ragnari Gíslasyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Defend Iceland í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK