Gengi Alvotech niður um 64% á árinu

Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Hlutabréf í líftæknifyrirtækinu Alvotech héldu áfram að lækka í Kauphöllinni í dag en bréf félagsins lækkuðu um tæp 6 prósent frá opnun markaða. Viðskiptin með bréf félagsins hafa verið nokkur og veltan nemur tæpum 600 milljónum.

Lækkunin í dag bætist við verulega lækkun í gær og bréf Alvotech hafa nú lækkað um tæp 64 prósent frá áramótum. 

Fjárfestar tóku því illa þegar fyrirtækið tilkynnti í gær að markaðsleyfi fyrir nýtt samheitalyf í Bandaríkjunum hefði verið frestað vegna athugasemda frá bandarísku matvæla- og lyfjastofnuninni FDA. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK