JBT Marel birti í gærkvöldi uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung og reyndist það umfram væntingar. Í kjölfarið hækkaði félagið afkomuspá sína fyrir árið í heild og brugðust markaðir hratt við jákvæðum tíðindum.
Við opnun bandaríska hlutabréfamarkaðarins rauk gengi félagsins upp og fylgdi innlendi markaðurinn fast á eftir. Viðskipti með bréf JBT Marels voru áberandi og námu tæplega 250 milljónum króna.
Gengi bréfa í JBT Marel hækkaði um 13,5% og stóð í 17.600 krónum við lokun Kauphallarinnar.
Á aðalmarkaði Kauphallarinnar hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,6% í alls 3,2 milljarða króna veltu.
