Veislan orðin gjaldþrota

Veisluþjónustan Veislan var til húsa á Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi. …
Veisluþjónustan Veislan var til húsa á Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi. Fyrirtækið hafði verið starfrækt síðan árið 1988. Ljósmynd/Skjáskot

Hin gamalgróna veisluþjónusta Veislan á Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og er 500 fermetra húsnæði fyrirtækisins auglýst til sölu á fasteignavef mbl.is. Fasteignin ásamt öllu því lausafé sem er innanhúss selst saman samkvæmt auglýsingunni.

Veislan var stofnuð árið 1988 af Brynjari Eymundssyni matreiðslumeistara. Eigendaskipti hafa orðið í gegnum tíðina en síðast var félagið í eigu athafnamannanna Helga Hermannssonar og Jóhannesar Skúlasonar. Þeir ráku einnig TGI Fridays í Smáralind og Grillhúsið á Sprengisandi og Laugavegi 96, en eigandi staðanna, Tankurinn, var tekinn til gjaldþrotaskipta fyrr á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK