Atmonia nær stórum áfanga

Dr. Helga Dögg Flosadóttir framkvæmdastjóri Atmonia.
Dr. Helga Dögg Flosadóttir framkvæmdastjóri Atmonia. mbl.is/Birta Margrét

Sprotafyrirtækið Atmonia hefur undanfarin ár hannað skalanlegt kerfi fyrir rafefnafræðilega framleiðslu ammóníaks úr N2 gasi og vatni. 

Í ár sýndi Atmonia fram á hvötun með skalanlega kerfinu, og núna í október hafa tveir samstarfsaðilar Atmonia í evrópuverkefninu VERGE endurtekið tilraunirnar og staðfest hvötun. Þetta kemur framí fréttatilkynningu. 

Þetta er í fyrsta skipti á heimsvísu sem sýnt er fram á endurtakanlega framleiðslu ammóníaks með rafefnafræði í vatnsfasa. Framkvæmd tilraunarinnar í þremur mismunandi rannsóknarstofum enn fremur staðfestir hvötunina.

„Iðnaðarframleiðsla ammóníaks leggur grunninn að matvælaframleiðslu á heimsvísu, þar sem stærstur meirihluti þess ammóníoaks sem er framleitt í dag er notaður í áburðarframleiðslu. Ammóníaksframleiðsla er mjög orku og kolefnisdýr, en hún nýtir um 2% af allri orku sem er framleidd í dag og losar um 1% af öllu sótspori mannkyns á ári hverju. Þess vegna er mikilvægt að finna nýtt ferli sem er ekki jafn mengandi,” segir í tilkynningu. 

Fram kemur að Atmonia ferlið muni verða mjög kolefnislágt, en í þokkabót mun það vera á smáskala, en þannig er hægt að framleiða ammóníak þar sem þörf er á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK