Frekari samþjöppun er nauðsynleg

Ari segir að Nathan hafi sameinast eða yfirtekið um 20 …
Ari segir að Nathan hafi sameinast eða yfirtekið um 20 fyrirtæki. Eggert Jóhannesson

Ari Fenger, forstjóri heildsölufyrirtækisins Nathan, segir að samkeppnin komi aðallega að utan. „Við erum í dag í mestri samkeppni við vöruhús í Evrópu. Íslenskir smásalar geta keypt af þeim beint og við þurfum að standa okkur og keppa á hverjum degi í verði og þjónustu. Þetta brýnir okkur og fær fyrirtækið til að hagræða og finna sífellt betri lausnir.“

Um tækifæri til samþjöppunar á heildsölumarkaðnum segir Ari að þau séu fyrir hendi. „Já,“ svarar hann hiklaust. „Það eru enn of margar heildsölur miðað við umfang markaðarins. Á undanförnum árum hefur samt orðið mikil samþjöppun og nú eru fjórar til fimm stórar heildsölur á Íslandi. Ég tel að frekari samþjöppun sé nauðsynleg til að ná hagkvæmni í því rekstrarumhverfi sem við búum við. Við höfum sjálf farið þessa leið frá 1995 og sameinast eða yfirtekið um 20 fyrirtæki.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK