Ari Fenger, forstjóri heildsölufyrirtækisins Nathan, segir að samkeppnin komi aðallega að utan. „Við erum í dag í mestri samkeppni við vöruhús í Evrópu. Íslenskir smásalar geta keypt af þeim beint og við þurfum að standa okkur og keppa á hverjum degi í verði og þjónustu. Þetta brýnir okkur og fær fyrirtækið til að hagræða og finna sífellt betri lausnir.“
Um tækifæri til samþjöppunar á heildsölumarkaðnum segir Ari að þau séu fyrir hendi. „Já,“ svarar hann hiklaust. „Það eru enn of margar heildsölur miðað við umfang markaðarins. Á undanförnum árum hefur samt orðið mikil samþjöppun og nú eru fjórar til fimm stórar heildsölur á Íslandi. Ég tel að frekari samþjöppun sé nauðsynleg til að ná hagkvæmni í því rekstrarumhverfi sem við búum við. Við höfum sjálf farið þessa leið frá 1995 og sameinast eða yfirtekið um 20 fyrirtæki.“
Eins og Ari og blaðamaður rifja upp hófst samþjöppun á smásölumarkaði árið 1993 þegar Bónus og Hagkaup gengu í eina sæng og þrjár blokkir urðu til. Þær eru þekktar í dag sem Hagar, Krónan og Samkaup. „Á þessum árum var hávær umræða um að heildsalar væru alltof margir, óhagræði mikið og þeir væru aðallega „að rugga sér á parketinu“ þannig að ég vitni nú bara beint í þá sem höfðu hæst á þessum árum. En málið var að þeir höfðu mikið til síns máls. Því fór Nathan & Olsen í stefnumótun á þessum árum og yfirskriftin var hreinlega hvernig við ætluðum að vera til eftir 10 ár. Í kjölfar stefnumótunarinnar fórum við í uppkaup og sameiningar á öðrum heildsölum til að byggja upp sterkara félag með meiri breidd vörumerkja. Tilgangurinn var að efla félagið, dreifa áhættunni og ná stærðarhagkvæmni.“
Hver er lærdómurinn af sögunni? Hvað hefur haldið ykkur gangandi í 113 ár?
„Að vera óhrædd við djörf skref,“ segir Ari án umhugsunar.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
