Íslensku auglýsingaverðlaunin

Lúðurinn afhentur í 32. sinn

ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), verðlaunar nú í þrítugasta og annað sinn auglýsingar sem að sendar voru inn í samkeppnina Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin. Verðlaunaafhendingin fer fram föstudaginn 9. mars á Hilton kl.18:30. Fyrr um daginn verður ÍMARK dagurinn haldinn hátíðlegur, þar sem sex erlendir fyrirlesarar flyta erindi um markaðsmál. Allir sem hafa áhuga á markaðsmálum og vilja vera vel upplýstir, ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.imark.is.