Tilkynning frá OMX | 19.6.

Kvika banki hf.: Birting lýsingar vegna stækkunar útgáfu á víkjandi skuldabréfi í flokknum KVB 15 01

Reykjavík, 19. júní 2017

Kvika banki hf. hefur stækkað útgáfu á víkjandi skuldabréfi í flokknum KVB
15 01 um 450 milljónir króna að nafnvirði og er stærð flokksins 1.000 milljónir
króna eftir stækkun.

Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna útgáfunnar þann 16. júní 2017, og
sótt hefur verið um töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll Íslands.
Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í
höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á
vefsíðu útgefanda http://www.kvika.is/verdbrefalysingar.


This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Kvika banki hf. via GlobeNewswire