Tilkynning frá OMX | 20.9.

Klappir Grænar Lausnir hf.: Birting skráningarskjals Klappa Grænna Lausna hf.

Birting skráningarskjals og samþykki um töku til viðskipta á First North markað
Nasdaq Iceland hf.

Klappir Grænar Lausnir hf. ("Klappir") hafa birt skráningarskjals vegna
fyrirhugaðar töku allra útgefinna hlutabréf í B-flokki í félaginu til viðskipta
á First North markað Nasdaq Iceland hf. Í kjölfar birtingar skráningarskjalsins
hefur öllum skilyrðum fyrir töku hlutanna til viðskipta á First North Iceland
verið aflétt og hefur Nasdaq Iceland hf. þar af leiðandi samþykkt töku þeirra
til viðskipta.

Heildarfjöldi útgefinna hluta í félaginu skiptist í tvo flokka. B-flokki
hlutabréfa að nafnverði 66.500.000 kr. að nafnverði og A-flokk að 50.000.000 kr.
að nafnverði. Hver hlutur er 1 króna að nafnverði.

Hlutir í B-flokki hlutabréfa eru gefnir út rafrænt í kerfum Nasdaq
verðbréfamiðstöðvar hf. og er ISIN númer þeirra IS0000029171 og auðkenni þeirra
KLAPPIR B. Auðkenni hlutanna í kerfum First North Iceland er KLAPP B. Hlutir í
A-flokki hlutabréfa eru gefnir út rafrænt í kerfum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar
hf. en þeir ekki skráðir, hvorki í kauphöll ná á markaðstorgi fjármálagerninga
og er ekki er fyrirhugað að sækja um skráningu þeirra.

Eigendur beggja flokka hlutafjár njóta sömu réttinda skv. samþykktum félagsins
að öllu öðru leyti en rétti til atkvæðisvægis og rétti til forgangs við
hlutafjáraukningu. Ber A-flokkur hlutabréfa 100% atkvæðavægi á hluthafafundum en
B-flokkur hlutabréfa ber ekki atkvæðisrétt. Eigendur í báðum flokkum eiga
forgangsrétt að hlutafjáraukningu í samræmi við hlutfallslega hlutafjáreign við
hækkun í B-flokki en við hækkun í A-flokki nær forgagnsréttur einungis til
hluthafa í A-flokki hlutabréfa.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. er viðurkenndur ráðgjafi Klappa í því ferli að
fá hlutabréf félagsins tekin til viðskipta. Nánari upplýsingar um félagið og
hlutabréf þess má finna í skráningarskjalinu sem er dagsett 19. september 2017
og birt á vef félagsins, www.klappir.com/fjarfestar.Um Nasdaq First North

Nasdaq First North er skilgreint sem markaðstorg (e. Multilateral Trading
Facility) rekið af Nasdaq Nordic kauphöllunum (Nasdaq First North Denmark er
skilgreint sem hliðarmarkaður). Markaðurinn hefur ekki lögbundinn sess sem
skipulegur markaður innan Evrópusambandsins. Félög á Nasdaq  First North lúta
reglum Nasdaq First North en ekki þeim lagalegu kvöðum sem fylgja því að skrá
fyrirtæki á skipulegan verðbréfamarkað. Áhættan við slíka fjárfestingu getur
verið meiri á Aðalmarkaði.

Viðurkendur ráðgjafi

Arion banki hf. er viðurkenndur ráðgjafi Klappa Grænna Lausna hf. og eru
tengiliðir Ástrós B. Viðarsdóttir, astros.vidarsdottir@arionbanki.is og Hrefna
Hrólfsdóttir, hrefna.hrolfsdottir@arionbanki.is.
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Klappir Grænar Lausnir hf. via GlobeNewswire