Tilkynning frá OMX | 16.11.

Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Landsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa þar sem fjórir flokkar
voru boðnir til sölu.

Heildartilboð í útboðinu voru 30 talsins og námu samtals 3.860 m. kr. að
nafnverði.

Tvö tilboð að fjárhæð 120 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 21 á
ávöxtunarkröfu á bilinu 5,18%-5,20%. Engum tilboðum var tekið í flokkinn.

Sex tilboð að fjárhæð 540 m. kr. að nafnverði bárust í nýjan markflokk, LBANK CB
23 á ávöxtunarkröfu á bilinu 5,20%-5,34%. Tilboðum að fjárhæð 280 m. kr. var
tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 5,30%. Til viðbótar verður flokkurinn
stækkaður um 960 m. kr. vegna verðbréfalána í tengslum við viðskiptavakt.
Heildarstærð flokksins við útgáfu verður 1.240 m. kr.

Ellefu tilboð að fjárhæð 1.800 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI
24 á ávöxtunarkröfu á bilinu 2,60%-2,65%. Tilboðum að fjárhæð 400 m. kr. var
tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 2,61%. Heildarstærð flokksins verður 9.020
m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Ellefu tilboð að fjárhæð 1.400 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI
28 á ávöxtunarkröfu á bilinu 2,54%-2,57%. Tilboðum að fjárhæð 1.040 m. kr. var
tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 2,55%. Heildarstærð flokksins verður
19.320 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 23.
nóvember 2017. Arion banki, Íslandsbanki og Kvika sinna viðskiptavakt með
sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans.

Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu með vísan
í lög nr. 11/2008 og reglur Fjármálaeftirlits nr. 528/2008. Nánari upplýsingar
um skuldabréfin og tryggingasafnið má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans,
www.landsbankinn.is/sertryggd-skuldabref.
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Landsbankinn hf. via GlobeNewswire