Tilkynning frá OMX | 21.11.

Landsbankinn hf.: Skuldabréfaútgáfa í evrum

Landsbankinn hf. hefur í dag lokið sölu á nýjum 5,5 ára skuldabréfaflokki að
fjárhæð 300 milljónir evra með lokagjalddaga í maí 2023 og bera skuldabréfin
fasta 1,00% vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 85 punkta álagi
á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Heildareftirspurn nam
yfir 600 milljónum evra frá 70 fjárfestum. Skuldabréfin voru seld til
stofnanafjárfesta í Bretlandi, meginlandi Evrópu, Norðurlöndum og Asíu.

Andvirði skuldabréfaútgáfunnar verður meðal annars nýtt til endurfjármögnunar
evru-útgáfu bankans á gjalddaga í október 2018 í framhaldi af endurkaupatilboði
bankans sem lýkur á föstudag, 24. nóvember 2017.

Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku
skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 29. nóvember 2017.

Umsjónaraðilar sölunnar voru Citigroup, Deutsche Bank, Morgan Stanley og
Nomura.

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála hjá Landsbankanum:

,,Mikil eftirspurn breiðs hóps fjárfesta í útgáfunni er til vitnis um mikið
traust fjárfesta til Landsbankans og íslensks efnahagslífs. Útgáfan kemur í
kjölfar nýlegrar hækkunar S&P Global Ratings á lánshæfiseinkunn bankans og er
bankinn nú að fjármagna sig í erlendri mynt á betri kjörum og til lengri tíma en
áður."

Nánari upplýsingar veitir:

Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, ir@landsbankinn.is og í síma 410 7310
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Landsbankinn hf. via GlobeNewswire