Tilkynning frá OMX | 15.12.

Íslandsbanki hf.: Fitch staðfestir lánshæfismat í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur í dag staðfest
lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3 með stöðugum horfum.

Fitch vísar í mati sínu til sterkrar stöðu Íslandsbanka á innlendum markaði þar
sem bankinn hefur um 30% hlutdeild, auk þess sem eignasafn bankans er sagt
traust, fjármögnun hans stöðug og lausa- og eiginfjárhlutföll há.

Áframhaldandi áhersla Íslandsbanka á innlendan markað ásamt traustum ramma um
áhættustýringu mun að mati Fitch halda áfram að styrkja eignahlið
efnahagsreiknings bankans en vanskilahlutfall lána hjá bankanum hefur lækkað
stöðugt frá árinu 2010.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Islandsbanki hf. via GlobeNewswire