Tilkynning frá OMX | 12.1.

Íslandsbanki hf.: Niðurstaða víxlaútboðs

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á víxlum til sex og tólf mánaða. Í heild
bárust tilboð upp á 4.280 m.kr. og var tilboðum tekið fyrir 2.240 m.kr.

Seldir voru víxlar til 6 mánaða að nafnverði 2.240 m.kr. á 4,30% flötum vöxtum.
Heildartilboð voru 3.940 m.kr. á bilinu 4,20% - 4,35%.

Í 12 mánaða víxilinn bárust tilboð að nafnverði 340 m.kr. á bilinu 4,34%-4,60%.
Öll tilboð voru afþökkuð.

Stefnt er á að því að víxlarnir verði teknir til viðskipta á Nasdaq Iceland 16.
janúar.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Islandsbanki hf. via GlobeNewswire