Tilkynning frá OMX | 13.3.

Kvika banki hf: Birting skráningarskjals Kviku banka hf. o.fl. / Publication of Kvika banki hf. 's Company Description etc.

Birting skráningarskjals og samþykki um töku hlutabréfa til viðskipta á First
North markað Nasdaq Iceland hf.

Kvika banki hf. (hér eftir ,,Kvika", ,,bankinn" eða ,,félagið") hefur birt
skráningarskjal vegna fyrirhugaðrar töku allra útgefinna hlutabréfa félagsins
(hér eftir ,,hlutirnir") til viðskipta á First North Iceland. Í kjölfar
birtingar skráningarskjals hafa öll skilyrði fyrir töku hlutanna til viðskipta á
First North Iceland verið uppfyllt og hefur Nasdaq Iceland hf. samþykkt töku
þeirra til viðskipta.

Heildarfjöldi útgefinna hluta í félaginu er kr. 1.835.017.630. Hver hlutur er 1
íslensk króna að nafnverði. Hlutirnir eru gefnir út rafrænt í kerfum Nasdaq
verðbréfamiðstöðvar hf. og er ISIN númer þeirra IS0000020469. Auðkenni hlutanna
í kerfum First North Iceland er KVIKA.

Nánari upplýsingar um Kviku og hlutabréf Kviku má finna í skráningarskjalinu sem
er dagsett 12. mars 2018, og birt á vef félagsins, www.kvika.is/fjarfestar.Um Nasdaq First North

Nasdaq First North er skilgreint sem markaðstorg fjármálagerninga (e.
Multilateral Trading Facility) rekið af Nasdaq Nordic kauphöllunum (Nasdaq First
North Denmark er skilgreint sem hliðarmarkaður). Markaðurinn hefur ekki
lögbundinn sess sem skipulegur markaður innan Evrópusambandsins. Félög á Nasdaq
First North lúta reglum Nasdaq First North en ekki þeim lagalegu kvöðum sem
fylgja því að skrá fyrirtæki á skipulegan verðbréfamarkað. Áhættan við slíka
fjárfestingu getur verið meiri en á Aðalmarkaði.Viðurkenndur ráðgjafi

Kvika er aðili að, og með samning við Nasdaq Iceland hf. Kvika er með
starfsleyfi sem viðskiptabanki skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, og
er undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Kvika er viðurkenndur ráðgjafi (e.
Certified Adviser) á First North markaðnum. Á grundvelli framangreinds hefur
Nasdaq Iceland hf. samþykkt að veita Kviku undanþágu frá því skilyrði að vera
með utanaðkomandi viðurkenndan ráðgjafa í skráningarferlinu sem og í kjölfar
töku til viðskipta. Nasdaq Iceland tekur í staðinn að sér aukið
eftirlitshlutverk við skráningu og mun einnig gegna eftirliti í kjölfar töku
hlutanna til viðskipta.Opinn fundur með fjárfestum

Í tilefni af töku hlutabréfa Kviku til viðskipta á First North markaðnum heldur
Kvika opinn kynningarfund þar sem farið verður yfir starfsemi og afkomu bankans
árið 2017, þann 15. mars 2018, kl. 16:15, í höfuðstöðvum Kviku, að Borgartúni
25, 105 Reykjavík, 8. hæð. Bjóðum alla velkomna.

........................................................

Publication of a Company Description and approval of admission to trading on the
First North market of Nasdaq Iceland hf.

Kvika banki hf. (hereafter "Kvika", the "Bank" or the "Company") has published a
company description in relation to the proposed admission to trading of all of
the issued shares of the Company (the "shares") on First North Iceland.
Following the publication of the Company Description all conditions for
admission of the shares to trading on First North Iceland have been fulfilled
and Nasdaq Iceland hf. has approved their application for admission to trading.

The total number of the Company's issued shares is ISK 1,835,017,630. Each share
in the Company corresponds to one Icelandic króna in nominal value or multiple
thereof. The Company's shares are registered electronically at Nasdaq CSD
Iceland hf. The ISIN number for the shares is IS0000020469. The shares' symbol
on First North Iceland is KVIKA.

For further information on Kvika and Kvika's shares, a reference is made to the
Bank's Company Description, dated 12 March 2018, published on the Company's
website, www.kvika.is/investors.Nasdaq First North

Nasdaq First North is regulated as a multilateral trading facility, operated by
the different exchanges within Nasdaq Nordic (Nasdaq First North Denmark is
regulated as an alternative marketplace). It does not have the legal status as
an EU-regulated market. Companies on Nasdaq First North are subject to the rules
of Nasdaq First North and not the legal requirements for admission to trading on
a regulated market. The risk in such an investment may be higher than on the
main market.Certified Adviser

Kvika, which is a member of and has an agreement with Nasdaq Iceland hf., has
been granted an exemption from the condition of obtaining a third party
Certified Adviser. Kvika holds an operating licence to operate as a commercial
bank under the Icelandic Act on Financial Undertakings, no. 161/2002 and is
regulated by the Icelandic Financial Supervisory Authority (hereafter also
referred to as the "FSA"). Kvika is approved by Nasdaq Iceland as a First North
Certified Adviser. Due to these circumstances, Nasdaq Iceland has agreed to
exempt the Issuer from obtaining a third party Certified Adviser, during the
application process, while simultaneously taking on a more prevalent
surveillance role in the listing of the Issuer. The Issuer has also chosen to be
fully Exchange-monitored after the shares have been admitted to trading, meaning
that it will not have a Certified Adviser on a continuous basis.Open meeting with investors

On the occasion of the admission of Kvika's shares to trading on the First North
market, Kvika will hold an open introductory meeting where the Bank's operations
and performance in 2017 will be reviewed. The meeting will take place on 15
March 2018, at 16:15 pm, in Kvika's headquarters in Borgartún 25, 105 Reykjavík,
on the 8(th) floor. We invite everyone to attend.


This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Kvika banki hf via GlobeNewswire