Tilkynning frá OMX | 16.3.

Kvika banki hf: Aðalfundur 21. mars 2018 - Dagskrá, endanlegar tillögur og framboð til stjórnar

Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn miðvikudaginn 21.
mars 2018, kl. 16:00, á Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík, fundarsalur
Sjónarhóll.

Dagskrá fundarins, ásamt tillögum stjórnar er sem hér segir:
 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.

 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða
 taps félagsins á reikningsárinu.
Stjórn leggur til að ársreikningur ársins 2017 verði samþykktur eins og hann er
lagður fram.

Stjórn leggur til að hagnaður ársins 2017 leggist við eigið fé félagsins. Vísað
er til ársreikningsins varðandi nánari upplýsingar um ráðstöfun hagnaðar og
aðrar breytingar á eiginfjárreikningum. Í þessu felst að ekki verður greiddur út
arður til hluthafa á árinu 2018.

 3. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins.
Stjórn félagsins leggur til að A. lið bráðabirgðaákvæðis I í samþykktum
félagsins verði breytt á þann veg að hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til
áskriftar að nýjum hlutum samkvæmt þeirri heimild stjórnar til hækkunar
hlutafjár sem ákvæðið kveður á um.

Eftirstöðvar heimildarinnar nema nú kr. 100.000.000 að nafnverði og samkvæmt
ákvæðinu verður heimildinni ekki beitt nema með einróma ákvörðun stjórnarmanna á
lögmætum stjórnarfundi.

 4. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins.
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram í stjórn félagsins:

Hrönn Sveinsdóttir, kt. 230367-5079
Inga Björg Hjaltadóttir, kt. 100270-5289
Kristín Pétursdóttir, kt. 091165-8059
Guðjón Reynisson, kt. 131163-3209
Guðmundur Þórðarson, kt. 100372-5259

Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram í varastjórn félagsins:

Kristín Guðmundsdóttir, kt. 270853-7149
Pétur Guðmundarson, kt. 050550-2499

 5. Endurskoðendur félagsins.
Á aðalfundi félagsins árið 2016 var endurskoðunarfyrirtækið Deloitte ehf. kosið
sem endurskoðandi félagsins til fimm ára í samræmi við 2. mgr. 90. gr. laga nr.
161/2002 um fjármálafyrirtæki. Ekki er lögð til breyting á því.

 6. Starfskjarastefna félagsins.
Stjórn félagsins leggur til að fram lögð starfskjarastefna verði samþykkt.

 7. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefnd stjórnar.
Stjórn leggur til að þóknun stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefnd stjórnar
taki breytingum í samræmi við breytingar á launavísitölu síðastliðið ár en hún
hækkaði um 6,86% á árinu 2017. Þannig er lagt til að þóknun stjórnarformanns
fyrir næsta starfsár félagsins verði ákveðin kr. 827.748,- á mánuði og annarra
stjórnarmanna kr. 413.874,- á mánuði. Þá er lagt til að varamenn í stjórn fái
greiddar kr. 41.386,- fyrir hvern setinn stjórnarfund. Loks er lagt til að
formaður í undirnefnd stjórnar fái greiddar kr. 413.874,- á mánuði en aðrir
nefndarmenn kr. 206.938 á mánuði.

 8. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.

 9. Önnur mál.

This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Kvika banki hf via GlobeNewswire