Tilkynning frá OMX | 18.3.

Skeljungur hf.: Frambjóðendur til stjórnar Skeljungs - Aðalfundur 20. mars 2018

Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þann 20. mars 2018. kl. 16.00 á Hilton
Nordica Reykjavík, í fundarsal D.

Framboðsfrestur til stjórnar og tilnefningarnefndar Skeljungs hf. er runninn út.
Ekki bættust við önnur framboð en fram komu í tillögu tilnefningarnefndar til
stjórnar Skeljungs. Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins:

 * Birna Ósk Einarsdóttir
 * Gunn Ellefsen
 * Jens Meinhard Rasmussen
 * Jón Diðrik Jónsson
 * Baldur Már Helgason
Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm manns. Það er því ljóst að
stjórn er sjálfkjörin og ekki mun koma til atkvæðagreiðslu. Ákvæði laga og
samþykkta félagsins um kynjahlutföll eru uppfyllt með skipan framangreindrar
stjórnar.

Framboð til tilnefningarnefndar:

 * Katrín S. Óladóttir
 * Trausti Fannar Valsson


Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og tilnefningarnefndar eru í
viðhengi.

Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:
https://www.skeljungur.is/adalfundur2018

Frekari upplýsingar veitir Gróa Björg Baldvinsdóttir, regluvörður, sími
840-3040, tölvup. regluvordur@skeljungur.is.Skeljungur er olíufélag með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum. Skeljungur selur
eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði,
landflutningum, flugi og til verktaka undir merkjunum Skeljungur, Orkan og
OrkanX. Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Á Íslandi  eru
starfræktar 65 bensínstöðvar og 4 birgðastöðvar. Dótturfélagið Magn er rótgróið
félag í Færeyjum sem rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar
auk þess að reka 2 birgðastöðvar.  Magn þjónustar einnig og selur olíu til
húshitunar til einstaklinga og fyrirtækja í Færeyjum. Meginmarkmið Skeljungs er
að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í
sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/


Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar Skeljungs 2018: 
http://hugin.info/173308/R/2177057/839931.pdfThis announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Skeljungur hf. via GlobeNewswire