Tilkynning frá OMX | 13.4.

Kvika banki hf.: Tilkynning um nýtingu áskriftarréttinda

Stjórn Kviku banka hf. (Kvika) barst í dag, 13. apríl 2018, tilkynning frá
eiganda áskriftarréttinda að hlutum í félaginu að nafnvirði kr. 9.978.678 um
nýtingu réttindanna á genginu 4,13.

Með vísan til samnings um útgáfu áskriftarréttindanna skal stjórn Kviku taka
ákvörðun um hækkun hlutafjár til að mæta skuldbindingum samkvæmt
áskriftarréttindunum innan 30 daga frá því að tilkynning um nýtingu
áskriftarréttinda samkvæmt berst henni og grípa til allra annarra ráðstafana sem
nauðsynlegar eru til að tryggja skráningu rétthafa sem hluthafa í Kviku, þar með
talið að gefa út hlutafé, skrá rétthafa í hlutaskrá og tryggja skráningu hans
sem rétthafa í verðbréfamiðstöð, sbr. lög nr. 131/1997 um rafræna eignaskráningu
verðbréfa.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði III í samþykktum Kviku er stjórn heimilt að hækka
hlutafé félagsins um allt að kr. 88.571.426 að nafnvirði í þeim tilgangi að
uppfylla skyldur félagsins samkvæmt þegar útgefnum áskriftarréttindum samkvæmt
bráðabirgðaákvæði III. Frestur til notkunar á heimildinni er til 31. desember
2019. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt að nýjum hlutum útgefnum á grundvelli
heimildar í bráðabirgðaákvæði III. Stjórn hefur þegar nýtt sér heimild skv.
framangreindu ákvæði til að gefa út hluti að nafnvirði kr. 19.957.356.

Að lokinni útgáfu nýrra hluta til að mæta framkominni tilkynningu um nýtingu
áskriftarréttinda mun heildarhlutafé Kviku vera kr. 1.844.996.308 að nafnvirði
og eftirstæð heimild stjórnar til að gefa út nýja hluti skv. bráðabirgðaákvæði
III í samþykktum félagsins kr. 58.635.392 að nafnvirði.
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Kvika banki hf via GlobeNewswire