Tilkynning frá OMX | 16.4.

Heimavellir hf. - Fjárfestakynning vegna hlutafjárútboðs

Heimavellir munu á næstu dögum ásamt Landsbankanum funda með fjárfestum í
tengslum við almennt útboð á nýju hlutafé í félaginu og töku á hlutafé í
félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands hf.

Áskriftartímabil útboðsins er dagana 7. og 8. maí 2018. Í útboðinu bjóða
Heimavellir til sölu 750.000.000 nýja hluti í félaginu, en gefi eftirspurn í
útboðinu tilefni til hefur félagið heimild til að fjölga seldum hlutum í
útboðinu þannig að þeir nemi samtals allt að 900.000.000.

Markmið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið
uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar varðandi dreifingu hlutafjár og
fjölda hluthafa að útboði loknu.

Hlutafé í Heimavöllum fyrir útboðið eru 10.282.419.644 hlutir og er hver hlutur
ein króna að nafnverði. Félagið hefur gert skuldbindandi samning um sölu á
218.978.102 nýjum hlutum í Heimavöllum til erlends fjárfestingarsjóðs og verður
hið nýja hlutafé gefið út samhliða hlutafjárhækkun félagsins vegna útboðsins, án
þess þó að vera hluti af útboðinu. Hlutafé Heimavalla að þessu loknu verður á
bilinu 11.251.397.746 -11.401.397.746 krónur að nafnverði, allt eftir því hvort
heimild félagsins til að stækka útboðið verður nýtt eða ekki.

Fjárfestar geta valið þrjár áskriftarleiðir í útboðinu, tilboðsbækur A, B og C.
Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar stærð áskrifta, verðlagningu og
úthlutunarreglur. Lágmarksáskrift í útboðinu er 100.000 krónur að kaupverði.

   |Tilboðsbók A Tilboðsbók B Tilboðsbók C
---------------------+---------------------------------------------------------
 Stærð tilboðsbókar |150-180 (20%) 225-270 (30%) 375-450 (50%)
 (milljónir hluta): |
---------------------+---------------------------------------------------------
 Stærð áskrifta |100 þús.kr. - 500 550 þús.kr. - 10 Yfir 10 m.kr.
 (kaupverð): |þús.kr m.kr.
---------------------+---------------------------------------------------------
 | Á verðbilinu Að lágmarki á
 Tilboðsverð: |Á útboðsgengi 1,38-1,71 á hlut / genginu 1,38
 |tilboðsbókar A á útboðsgengi krónur á hlut
 | tilboðsbókar B
---------------------+---------------------------------------------------------
 | Á verðbilinu
 Útboðsgengi |5% lægra en 1,38-1,71 krónur á Að lágmarki á
 (hollenskt útboð): |útboðsgengi hlut, þó ekki hærra genginu 1,38
 |tilboðsbókar B en útboðsgengi krónur á hlut
 | tilboðsbókar CBirt verður lýsing vegna útboðsins og umsóknar Heimavalla um að allt hlutafé í
félaginu verði tekið til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Lýsingin er í
staðfestingarferli hjá Fjármálaeftirlitinu og er stefnt að því að hún verði birt
í vikunni 22. - 28. apríl 2018 á vefsíðu Heimavalla,
www.heimavellir.is/fjarfestar.

Meðfylgjandi er fjárfestakynning sem farið verður yfir á kynningarfundum með
fjárfestum. Félagið mun einnig boða til opins kynningarfundar vegna útboðsins og
verður hann nánar auglýstur síðar. Fjárfestakynninguna verður hægt að nálgast á
vefsíðu Heimavalla: www.heimavellir.is/fjarfestarNánari upplýsingar veitir:

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf.

gudbrandur@heimavellir.is

sími 517 3440/896 0122
Heimavellir - Fjárfestakynning: 
http://hugin.info/173425/R/2184386/843951.pdfThis announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Heimavellir hf. via GlobeNewswire