Tilkynning frá OMX | 24.4.

Skeljungur hf.: Jákvæð afkomuviðvörun

Áður birt afkomuspá fyrir árið 2018 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu
2.600-2.800 m.kr. og fjárfestingar yrðu á bilinu 750-850 m.kr.

Félagið hefur ákveðið miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir að hækka
EBITDA spá ársins 2018 úr 2.600-2.800 m.kr. í 2.800-3.000 m.kr. en að áætlun
varðandi fjárfestingar haldist óbreytt, þ.e. 750-850 m.kr.

Við vinnslu á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og uppfærðri áætlanagerð fyrir árið
2018 kom í ljós að horfur eru á að afkoma ársins í heild verði betri en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Helsta ástæða fyrir betri afkomu á fyrsta ársfjórðungi en gert
hafði verið ráð fyrir helgast af betri afkomu af eldsneytissölu á Íslandi, í
Færeyjum og af alþjóðasölu, auk einskiptishagnaðar upp á 103 m.kr. vegna
uppfærðs eignaverðs á einni af eignum félagsins.

Hafa ber í huga að gerðar breytingar á EBITDA spánni eru ekki byggðar á
endanlegu uppgjöri, endurskoðuðum eða könnuðum niðurstöðum. Félagið vinnur enn
að uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og geta því forsendur og aðstæður tekið
breytingum og þar af leiðandi getur afkoma félagsins af fjórðungnum, sem og vænt
ársafkoma félagsins, orðið frábrugðin núverandi horfum. Þess má geta að
endanlegt uppgjör fyrsta ársfjórðungs er hvorki endurskoðaða né kannað.

Félagið mun birta uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2018 eftir lokun markaða
þriðjudaginn 8. maí næstkomandi. Af því tilefni býður Skeljungur til opins
kynningarfundar miðvikudaginn 9. maí 2018, kl. 8:30, á hótel Hilton Nordica,
Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, í fundarsal I.


Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is,
s: 840-3002.Skeljungur er olíufélag með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum. Skeljungur selur
eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði,
landflutningum, flugi og til verktaka undir merkjunum Skeljungur, Orkan og
OrkanX. Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Á Íslandi  eru
starfræktar 65 bensínstöðvar og 4 birgðastöðvar. Dótturfélagið Magn er rótgróið
félag í Færeyjum sem rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar
auk þess að reka 2 birgðastöðvar.  Magn þjónustar einnig og selur olíu til
húshitunar til einstaklinga og fyrirtækja í Færeyjum. Meginmarkmið Skeljungs er
að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í
sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/


This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Skeljungur hf. via GlobeNewswire