Tilkynning frá OMX | 15.5.

Klappir Grænar Lausnir hf.: Rekstur í samræmi við væntingar og sala á þjónustu á erlendum mörkuðum hafin

Upplýsingar úr óendurskoðuðu milliuppgjöri Klappa Grænna Lausna hf.
 * Tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2018 voru 58,9 m. kr.
 * EBITDA afkoma var neikvæð um 4,8 m. kr. á fyrsta ársfjórðungi.
 * Sala til erlendra aðila er hafin.

 Rekstur í samræmi við væntingar og sala á þjónustu á erlendum mörkuðum hafin

 Rekstur á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og fjölgar notendum stöðugt.

 Klappir vinna að auknu þjónustuframboði þannig að félagið geti stutt
 viðskiptavini sína í sem flestum þáttum umhverfismála. Á síðasta ári var unnið
 markvisst að markaðs- og kynningarmálum og verður því haldið áfram á
 yfirstandandi ári og aukin áhersla lögð á sölu- og markaðsstarf. Stefna
 félagsins gerir ráð fyrir samstarfi við erlenda aðila um dreifingu á þjónustu
 félagsins og ráðgjöf við innleiðingu. Undirbúningur að slíku samstarfi er
 þegar hafinn. Fyrsti samningurinn um þjónustu fyrir erlendan aðila er í höfn.

 Frekari upplýsingar veita
 Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa Grænna Lausna, sími: 664-9200
 Eðvarð Jón Bjarnason, fjármál, sími: 699-3884

This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Klappir Grænar Lausnir hf. via GlobeNewswire