Tilkynning frá OMX | 18.5.

Eik fasteignafélag hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 161047

Eik fasteignafélag hf. hefur lokið stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 161047.
Skuldabréfin bera 3,5% fasta ársvexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 3,60%.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.380 milljónir króna og verður heildarstærð
flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 15.780 milljónir króna.

Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum og stækkun skuldabréfaflokksins.

Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins EIK 161047 á Aðalmarkað Nasdaq
Iceland hf. fyrir 30. júní 2018

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is,s. 590-2200 / 861-3027

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s.
590-2209 / 820-8980.
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Eik fasteignafélag hf. via GlobeNewswire