Tilkynning frá OMX | 25.5.

Kvika banki hf.: Tilkynning um útgáfu og sölu áskriftarréttinda

Stjórn Kviku banka hf. (Kvika) hefur tekið ákvörðun um útgáfu og sölu
áskriftarréttinda að hlutum í félaginu í samræmi við heimild í A. lið
bráðabirgðaákvæðis IV í samþykktum félagsins. Gefin verða út áskriftarréttindi
að 3,5 milljónum kr. að nafnvirði. Áskriftarréttindin verða seld á 0,433 kr. á
hlut og veita kaupendum rétt til nýtingar á þriðjungi þeirra á tímabilinu
18.12.2019 - 18.12.2020, þriðjungi á tímabilinu 18.12.2020 - 18.12.2022 og
þriðjungi á tímabilinu 18.12.2021 - 18.12.2022. Áskriftargengið er kr. 7,90 (1 +
7,5/100)(t) á hlut, þar sem t stendur fyrir tímann frá útgáfu
áskriftarréttindanna (reiknaður með því að deila fjölda daga miðað við 30 daga í
mánuði með 360). Eftirstæð heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda og
samsvarandi hækkunar hlutafjár samkvæmt heimild í A. lið fyrrnefnds
bráðabirgðaákvæðis IV nemur 500.000 kr. að nafnvirði eftir framangreinda útgáfu.This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Kvika banki hf. via GlobeNewswire