Tilkynning frá OMX | 15.6.

Eik fasteignafélag hf.: Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Sandra Hlíf Ocares hefur verið ráðin í nýtt starf framkvæmdastjóra
viðskiptaþróunar Eikar fasteignafélags hf. Viðskiptaþróun mun sjá um nýja
tekjuöflun með það að markmiði að nýta betur það sem eignasafnið hefur upp á að
bjóða. Sandra lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007,
Mag. Jur gráðu frá sama skóla árið 2009.

Sandra gegndi starfi kosningastjóra fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018,
starfaði sem sjálfstætt starfandi lögmaður árið 2017 og árin 2011-2013, var
yfirlögfræðingur Plain Vanilla á árunum 2013-2017. Þá var hún formaður
Barnaverndarnefndar Reykjavíkur árin 2010-2013 og framkvæmdastjóri þjónustusviðs
Alterna 2010-2011. Sandra hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum og starfar nú sem
varaformaður stjórnar ÍV sjóða. Þá var hún varamaður í stjórn Vátryggingafélags
Íslands á árinu 2017, sat í stjórn Icelandic Gaming Industry á árunum 2015-2016
og sat í ritstjórn Tímarits Lögréttu árin 2003-2004.

Sandra hefur yfirgripsmikla og hagnýta reynslu á sviði stjórnunar,
samningagerðar, nýsköpunar og stafrænnar þróunar.

Félagið þakkar þann mikla áhuga á félaginu sem fjölmargar góðar umsóknir í
starfið báru vitni um.

Nánari upplýsingar veitir:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: Eik fasteignafélag hf. via GlobeNewswire