Tilkynning frá OMX | 31.8.

N1 hf: Kaup N1 á Festi - Endanlegu uppgjöri lokið

Þann 3. október 2017 var skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé
í Festi. Nú er endanlegu uppgjöri og greiðslu kaupverðs lokið og mun N1 taka við
rekstri Festi á morgun, þann 1. september.

Kaupverð hlutafjár, að teknu tilliti til leiðréttingarákvæða í kaupsamningi, var
23.707 m.kr. og var það það annars vegar greitt með afhendingu 79.573.913 hluta
í N1 á genginu 115, eða 9.151 m.kr., og hins vegar með 14.556 m.kr. í reiðufé .
Nettó vaxtaberandi skuldir Festi í lok síðasta rekstrarárs, þann 28. febrúar
2018, námu 14.332 m.kr. Þar sem útreikningur á kaupverði miðast við 28. febrúar
síðastliðinn, en endanlegt uppgjör fór fram í dag, þann 31. ágúst, voru greiddar
480 m.kr. í vexti vegna þess tímabils.

Samhliða greiðslu kaupverðs þá endurfjármagnaði N1 langtímaskuldir sínar með
20.200 m.kr. lántöku en gert er ráð fyrir að endurfjármögnun langtímaskulda
Festi ljúki á 3. ársfjórðungi 2018 með lántöku að fjárhæð 13.500 m.kr.
This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: N1 hf via GlobeNewswire