Tilkynning frá OMX | 31.8.

N1 hf: Samkeppniseftirlitið hefur skipað óháðan kunnáttumann

Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup N1 á öllu hlutafé í Festi, þann 30. júlí
síðastliðinn, með skilyrðum sem fram komu í sátt sem undirrituð var á milli N1
og Samkeppniseftirlitsins. Af sáttinni leiddi að skipa þyrfti óháðan
kunnáttumann sem ætlað er að fylgja eftir og hafa eftirlit með þeim aðgerðum og
fyrirmælum sem kveðið er á um í sáttinni.

Þann 9. ágúst 2018 tilnefndi forstjóri N1 þrjá einstaklinga sem félagið taldi
hæfa til að gegna hlutverki hins óháða kunnáttumanns. Að undangegnu hæfismati
féllst Samkeppniseftirlitið á að Lúðvík Bergvinsson yrði falið hlutverk óháða
kunnáttumannsins.


This announcement is distributed by Nasdaq Corporate Solutions on behalf of Nasdaq Corporate Solutions clients.
The issuer of this announcement warrants that they are solely responsible for the content, accuracy and originality of the information contained therein.
 
Source: N1 hf via GlobeNewswire