Pistlar:

21. mars 2017 kl. 13:07

Bjarni Már Gylfason (bjarnigylfason.blog.is)

Vafasamur samanburður

Fasteignaverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Síðustu 12 mánuði hefur fasteignaverð hækkað um ríflega 14% á höfuðborgarsvæðinu og um tæp 20% á landsbyggðinni. Horfur eru á að verð muni að óbreyttu halda áfram að hækka enda er eftirspurnin sterk og spenna á markaðnum. Á sama tíma hefur vísitala byggingarkostnaðar aðeins hækkað um 1,5% og vilja ýmsir velta því upp hvort hagur byggingaverktaka hafi vænkast mikið. Þennan samanburð þarf að varast.

Vísitala byggingarkostnaðar er býsna gallaður mælikvarði þegar kemur að því að mæla hvað kostar að byggja íbúðarhúsnæði. Í fyrsta lagi tekur vísitalan ekki með inni í myndina lóðakostnað sem í mörgum tilfellum getur verið um 20% af byggingarkostnaði og hefur hækkað mikið síðustu misserin. Í öðru lagi tekur vísitalan ekki tillit til hönnunarkostnaðar sem liggur nærri 3% og hefur líka hækkað umtalsvert í kjölfar þess að kröfur byggingareglugerðar hafa aukist. Í þriðja lagi tekur byggingarvísitalan ekki tillit til fjármagnskostnaðar sem liggur nærri 12% af heildarbyggingarkostnaði og jafnvel enn meiri þegar um er að ræða flókin og tímafrek byggingaverkefni djúpt inni í borginni. Í fjórða lagi má nefna að vísitalan tekur ekki tillit til þess launaskriðs sem á sér stað á almennum vinnumarkaði því hún horfir eingöngu til kjarasamningsbundinna hækkana og vanmetur þannig launakostnað. Í fimmta og síðasta lagi þá er byggingarvísitalan að mæla sérstakt vísitöluhús sem er bara ekki í takt við það húsnæði sem almennt er verið að byggja á markaðnum í dag á þéttingarreitum. M.ö.o. er vísitalan að mæla kostnað við húsbyggingu sem almennt ekki er verið að byggja. Samanburður á þróun byggingarvísitölu og markaðsverðs húsnæðis er þannig varasamur.

31. janúar 2017

Mikill hagvöxtur en engin framleiðniaukning

„Framleiðni skiptir ekki öllu, en til lengri tíma litið skiptir það nánast öllu. Geta landsins til að bæta lífskjör yfir tíma byggist nánast eingöngu á því að auka afköst á hvern starfsmann,“ sagði hinn kunni hagfræðingur Paul Krugman árið 1994. Framleiðni er lykilhugtak hagfræðinnar og má segja að það sé hornsteinn hagvaxtafræðanna. Framleiðni vísar til þess hvernig fyrirtæki eða meira
mynd
19. janúar 2017

Fólk eltir laun og tækifæri

Í fyrra fluttu tæplega 4.000 fleiri til landsins en frá því. Árið á undan voru þeir um 1.500 og var fjöldinn svipaður árin 2013 og 2014. Raunar hafa verið umtalsverðar sveiflur í fólksflutningum milli landa og virðist staða efnahagslífsins á hverjum tíma ráða miklu þar um. Það kemur ekki á óvart enda er efnahagsástand og kjör fólks almennt lykilstærð þegar kemur að ákvörðun um búsetu. En hversu meira
6. janúar 2017

Sykurskattur mun ekki draga úr offitu

Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, kynnti í vikunni rannsókn sem hún segir sýna fram á að sykurskattar virki og dugi til að draga úr neyslu gosdrykkja. Rannsóknin beindist að því að skoða samband verðs og eftirspurnar eftir gosdrykkjum en það samband kalla hagfræðingar teygni. Það mælir hversu mikið eftirspurn breytist við tiltekna breytingu á verði og er m.a. meira
3. janúar 2017

Ofeldi tengist ekki aukinni sykurneyslu

Thor Aspelund, prófessor í heilbrigðisvísindum, bendir á í frétt á MBL.is að á árunum 1967-2012 hafi líkamsþyngdarstuðullinn BMI hækkað stöðugt, tíðni sykursýki og annarra lífstílssjúkdóma aukist. Sérstaklega hafi karlar þyngst meira en konur. Þegar prófessorinn er spurður um hvað veldur þessu bendir hann helst á sykurinn og segir það rosalegt að fólk skuli drekka sykrað gos. En árið 1967 var meira
15. desember 2016

Styrking krónunnar er ferðamönnum að kenna (eða þakka)

Vaxandi áhyggjur eru af styrkingu krónunnar og ljóst að samkeppnishæfni útflutnings og samkeppnisgreina fer minnkandi. Gengi krónunnar hefur frá áramótum styrkst um 17% og enn meira gagnvart sumum gjaldmiðlum, t.d. breska pundinu. Raungengi krónunnar er 23% hærra nú en í ársbyrjun 2015 en það mælir hlutfallslegt verðlag eða laun milli Íslands og umheimsins í sömu mynt. Áhyggjur meira
12. desember 2016

Villandi framsetning Landsvirkjunar

Í dag birtist frétt frá Landsvirkjun um að meðalverð á rafmagni til sölufyrirtækja rafmagns lækki um 2,6% vegna gerð nýrra samninga við sölufyrirtæki. Í fréttinni kemur orðrétt fram „að samkvæmt áætlunum sölufyrirtækja um innkaup rafmagns til endursölu til heimila og smærri fyrirtækja mun meðalverð lækka um 2,6% á föstu verðlagi milli ára“. Þessi framsetning er villandi. Verðbólga er meira
mynd
28. október 2016

Fæðingar, hagvöxtur og íbúðabyggingar

Talsverður þrýstingur er á fasteignamarkaði um þessar mundir. Húsnæðisverð hefur hækkað umtalsvert og augljós merki eru um húsnæðisskort. Samkvæmt nýrri og ítarlegri greiningu Capacent á fasteignamarkaði kemur fram að um 5.100 íbúðir vanti á höfuðborgarsvæðinu og að árlega þurfi um 1.700-1.800 íbúðir árlega til að mæta þörf. Talning Samtaka iðnaðarins á fjölda íbúða í byggingu bendir til að meira
24. október 2016

Lífseig en röng söguskoðun

Ímyndum okkur að bakarí framleiði 1.000 brauðhleifa á hverjum degi. Af þessum 1.000 brauðhleifum fara 750 stykki samkvæmt samningum alltaf til sama kaupanda í samræmi við samkomulagi þar að lútandi. 200 fara til annarra stórra viðskiptavina en hin 50 brauðin eru sett fram í búð þar sem þau eru seld í lausasölu til margvíslegra viðskiptavina. Talsverð afföll eru af brauði í lausasölu en að meira
29. september 2016

Hryggjarstykki verðmætasköpunar

Nýleg greining Arionbanka á ferðaþjónustu sem atvinnugrein varpar skýru ljósi á hversu mikið greinin hefur vaxið á fáeinum árum og hversu efnahagslegt vægi hennar er mikið. Í fyrra var beint vægi greinarinnar að mati bankans 8% og stefnir í um 10% á þessu ári. Árið 2010 var vægi greinarinnar 5%. Leiddar eru líkur í greinigu Arionbanka að því að landsframleiðsla væri 80-180 milljörðum minni en hún meira
28. október 2015

Markaðurinn á alltaf síðasta orðið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði nýlega að lágt lóðaverð skili sér ekki í lægra fasteignaverði og vísaði þar í hugmyndir Samtaka iðnaðins og fleiri um að sveitarfélög lækki lóðaverð. Á meðan sveitarfélög takmarka framboð af lóðum er þetta alveg rétt – markaðurinn á alltaf síðasta orðið. Það er til lítils að lækka verð á einstaka lóðum í þeirri von að lækka verð á húsnæði eða stuðla að meira
29. september 2015

2007 er ekki runnið upp á ný

Fregnir af miklum hagvexti, ríflegum launahækkunum, fasteignaverðshækkunum og fjölgun byggingakrana hafa ýtt af stað umræðu þess efnis að staða efnahagslífsins sé farið að minna óþægilega mikið á ástandið 2007. Orð eins og ofþensla og bólumyndun heyrast oftar en áður. Þó að einstaka þættir séu líkir er þetta í veigamiklum atriðum rangt. Í grunninn er hagkerfið miklu heilbrigðara nú en árið 2007 meira
8. september 2015

Forgangsmál að lækka tryggingagjald

Í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag er ekki gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds umfram smávægilega lækkun sem lögfest var fyrir tveimur árum síðan. Tryggingagjald er þungur skattur upp á 7,49% sem leggst á öll laun og skilar ríkissjóði um 80 milljörðum í tekjur á þessu ári og samkvæmt áætlun um 86 milljörðum á því næsta. Til samanburðar má reikna með að tekjuskattur einstaklinga á þessu meira
29. maí 2015

Hvaðan eiga þúsund megawött að koma?

Umræða um að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands hefur farið nokkuð hátt á síðustu mánuðum. En hún ristir ekki mjög djúpt og lítið hefur verið snert á ýmsum þáttum málsins. Þar af leiðandi er mörgum spurningum ósvarað, bæði hvað varðar þjóðhagslegan ávinning verkefnisins og eins um áhættuna sem í því felst.  Í viðleitni til þess að upplýsa um nokkra þætti þessa máls átti Jonathan meira
5. maí 2015

Að fletja út launakökuna

Það er því sem næst efnahagslegt náttúrulögmál að summa allra greiddra launa í landinu getur bara vaxið með takmörkuðum hætti. Verðmætasköpun hagkerfisins er það sem setur okkur náttúrulegar skorður. Yfir lengri tímabil er það aðeins aukin verðmætasköpun og framleiðniaukning sem getur staðið undin hækkun launa og kaupmáttar. Árið 2014 voru greidd laun og launatengd gjöld í landinu fyrir 1.043 meira
23. febrúar 2015

Óþægileg áminning

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru um þessar mundir óþægilega minntir á einn helsta veikleika íslenska hagkerfisins síðustu árin – of lítið hefur verið um fjárfestingar. Götur borgarinnar liggja mjög víða undir skemmdum og hefur gatnakerfið þolað illa ágang veðurs undanfarið. Sumstaðar er beinlínis hættulegt að keyra og fjölmargir bílar hafa skemmst. Ástæðan fyrir þessu er öðru fremur sú að meira
25. nóvember 2014

Hagkvæmt að draga úr innvistun ríkisstofnanna

Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar sem gefið var út síðla sumars er ítarleg samantekt um byggingu nýrrar brúar yfir Múlakvísl. Fyrri brú eyðilagðist í flóði í júlí 2009 og náðist að útbúa bráðabirgðabrú á innan við viku. Sannarlega þrekvirki að koma bráðabirgðabrú fyrir á svo skömmum tíma. Hins vegar er fyrirkomulag framkvæmdar við nýju brúna mikið umhugsunarefni. Færa má fyrir því góð rök meira
23. maí 2014

Tímamót kalla á breytt skipulag efnahagsstarfseminnar

Efnahagsþróun síðustu missera hefur um margt verið jákvæð ef horft er til hversu djúpa kreppu íslenska efnahagslífið gekk í gegnum á árunum 2008 og 2009. Hagvöxtur í fyrra var sá mesti meðal iðnvæddra þjóða eða 3,3%, atvinnuleysi hélt áfram að minnka og um leið fjölgar fólki á vinnumarkaði. Gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt, verðbólga fór að markmiði og nokkuð hefur dregið úr meira
14. janúar 2014

Auknar íbúðabyggingar í takt við nýjar þarfir

Íbúðarhúsnæði er helsta uppspretta eigna og eignamyndunar í samfélaginu, bæði hjá þeim sem eiga húsnæði en líka hjá þeim sem lána fé til kaupa á húsnæði. Ennfremur er íbúðarhúsnæði ein af grunnþörfum manna. Þróun þessa markaðar snertir því alla með einum eða öðrum hætti, bæði heimili og atvinnulíf. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um stöðuna á þessum markaði, svo sem þróun nýbygginga meira
8. nóvember 2013

Illframkvæmanlegt og óskynsamlegt réttlæti

Fyrir síðustu kosningar voru verðtryggð lán heimila sem höfðu stökkbreyst eitt helsta kosningamálið. Stjórnmálin hafa síðan að verulegu marki einkennst af umræðu um hvernig eigi að efna þetta loforð og fæstir eru nokkru nær. Nýtt fjárlagafrumvarp gefur engin fyrirheit og nýleg skýrsla Seðlabankans um fjármálastöðugleika víkur ekki orði að þessu jafnvel þótt fjármálastöðugleiki og stórfelld meira
Bjarni Már Gylfason

Bjarni Már Gylfason

Bjarni Már Gylfason er hagfræðingur að mennt og starfar hjá RioTinto í Straumsvík. Hann var hagfræðingur Samtaka iðnaðarins á árunum 2005-2017. Kenndi áður hagfræði og skyldar greinar við Verzlunarskóla Íslands 2000-2005 og var blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá 1998-2000.

Meira