Pistlar:

20. júlí 2017 kl. 10:04

Pistlar um endurskoðun

Jafnlaunavottun – hvað er að frétta?

Sif Einarsdóttir Deloitte lítil svart-hvítJón Kristinn Lárusson DeloitteNýverið samþykkti Alþingi lög um að íslensk fyrirtæki eða stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skuli öðlast jafnlaunavottun. Til að jafnlaunavottun fáist þarf jafnlaunakerfi að hafa verið innleitt og framkvæmd þess að uppfylla kröfur staðals ÍST 85 um jafnlaunavottun.

Fyrirtæki eða stofnanir með 250 eða fleiri starfsmenn skulu öðlast jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila eigi síðar en 31. desember 2018 en fámennari fyrirtæki eða stofnanir fá rýmri frest til innleiðingar, eða allt til ársloka 2021. Stór hluti starfandi fyrirtækja eru þannig nú skyldug til að innleiða jafnlaunavottun á næstu árum og því tímabært að gefa því gaum.

Breytt vinnubrögð

Fyrir sum fyrirtæki kallar hin nýja löggjöf á breytt vinnubrögð við launaákvarðanir þar sem ríkar kröfur  verða gerðar um skýrt og rekjanlegt ferli innan launadeilda fyrirtækja. Launaákvarðanir þurfa að vera rökstuddar og rekjanlegar, verkferlar og starfslýsingar þurfa að vera til staðar, flokka þarf saman störf sem eru jafnverðmæt og gera þarf launagreiningu, þar sem laun eru greind með aðstoð tölfræði. Málefnaleg sjónarmið þurfa að liggja til grundvallar ákvörðunar launa og er jafnlaunavottunin gott stjórntæki sem leiðir til faglegs launakerfis og agaðri vinnubragða við launasetningu.

Hver er ábatinn?

Sum fyrirtæki þurfa ekki að gera neinar breytingar á launastrúktúr eða verklagsreglum í tengslum við laun. Þau fyrirtæki þurfa einungis að gera launagreiningu, hafi slík greining ekki verið gerð áður. Önnur fyrirtæki, þar sem launaferlar eru óformlegir, þurfa að undirbúa sig betur til þess að standast kröfur jafnlaunastaðalsins. En er þetta eintóm fyrirhöfn fyrir fyrirtækin eða er einhver ábati falinn í þessari vinnu?

Ábatinn fyrir fyrirtæki getur falist í meiri ánægju starfsmanna, þar sem þeir vita að jöfn laun eru greidd fyrir jafnverðmæt störf. Auk þess leiðir nánari skoðun á launaferli og launaákvörðunum oft til aukinnar ánægju starfsfólks og má þar meðal annars telja árleg frammistöðusamtöl þar sem sett eru markmið og árangur er mældur. Árleg starfsmannasamtöl eru talin nútímaleg vinnubrögð sem starfsfólk gerir kröfu um. Sama gildir um gegnsæi í launaákvörðunum og rekjanleiki gagna. Lög um jafnlaunavottun, með þeim kröfum um kerfisbundnar og gegnsæjar launaákvarðanir, ýta þannig undir aukið samtal og skipulagðari vinnubrögð við launaákvarðanir.

Ábatinn fyrir samfélagið er enn augljósari en fyrir fyrirtækið sjálft. Í síðustu launakönnun VR (janúar 2017) var launamunur kynjanna 11,3% sem er svipað hlutfall og árin á undan og aðrar mælingar sýna ýmist hærra eða lægra hlutfall. Því er þekkt að óútskýrður launamunur kynjanna er til staðar konum í óhag og ekki hefur tekist að eyða þessum mismun með öðrum leiðum. Fyrirtæki sem heyra undir löggjöfina um jafnlaunavottun taka nú þátt í því samfélagsverkefni að jafna laun kynjanna á Íslandi.

Skref sem taka þarf í undirbúningi jafnlaunavottunar eru eftirfarandi:

  • Gerð jafnlaunastefnu
  • Gerð jafnréttisáætlunar
  • Yfirfara starfslýsingar
  • Yfirfara og bæta ferli við launaákvarðanir
  • Yfirfara verkferla í launadeild almennt
  • Flokkun starfa
  • Framkvæma launagreiningu

Við öll ofangreind skref er mikilvægt að stjórnendur taki eins mikinn þátt í innleiðingunni og þeir treysta sér til.  Gott er að hafa reynda ráðgjafa sér við hlið við undirbúninginn.

Sif Einarsdóttir, endurskoðandi hjá Deloitte og ráðgjafi í jafnlaunavottun.

Jón Kristinn Lárusson, endurskoðandi hjá Deloitte og ráðgjafi í jafnlaunavottun.

Birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 22. júní 2017.

mynd
17. júlí 2017

Dulin tekjuskattsskuldbinding

Tekjuskattsskuldbinding myndast þegar tímabundinn mismunur verður á annars vegar bókfærðu (þ.e. reikningshaldslegu) verði eigna (eða skulda) í efnahagsreikningi og hins vegar á skattalegu verðmæti þeirra. Tekjuskattsskuldbindingin er sú fjárhæð sem ber að greiða í tekjuskatt á síðari tímabilum vegna þessa skattskylda tímabundna mismunar. Slíkur tímabundinn mismunur getur myndast í viðskiptum með meira
mynd
15. mars 2017

Aukið gagnsæi í áritun endurskoðenda

Nú um áramótin tóku gildi breytingar á alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum sem hafa þau áhrif að áritun endurskoðenda á reikningsskil breytist talsvert og verður breytingin vonandi til þess að auka gagnsemi endurskoðunar enn frekar. Þessi breyting kemur í kjölfarið á því að notendur reikningsskila hafa kallað eftir meiri upplýsingum en hin staðlaða áritun hefur falið í sér og vilja vita meira um það meira
mynd
3. mars 2017

Könnunaráritun og önnur staðfestingarvinna

Til staðar eru sérstakir alþjóðlegir staðlar sem snúa að öðrum störfum endurskoðenda en að beinni endurskoðun ársreikninga. Algengustu áritanir sem endurskoðendur nota vegna annarrar vinnu en endurskoðunar eru könnunaráritun og áritun á óendurskoðuð reikningsskil. Markmið könnunar á árshlutareikningi eða ársreikningi er að gera endurskoðandanum kleift að álykta, byggt á aðgerðum sem ekki eru jafn meira
mynd
27. febrúar 2017

Þjóðtungan og ársreikningar

Á árlegum Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem haldinn var nú fyrir skömmu var farið yfir nýlegar breytingar á ársreikningalögum, sem eru ansi margar og ólíkar að umfangi en yfirlýst markmið frumvarpsins var að einfalda regluverkið. Eina þessara breytinga er að finna í 6. gr. laganna, sem felld var inn í 2. og 3. málslið 2. mgr. 7. gr. ársreikningalaga nr. meira
mynd
26. janúar 2017

Arðsúthlutun takmörkuð samkvæmt lögum um ársreikninga

Hinn 2. júní sl. voru samþykktar breytingar á lögum um ársreikninga sem komu til framkvæmda 1. janúar 2016. Með framangreindri lagabreytingu voru gerðar verulegar breytingar á lögum um ársreikninga en í þessari grein verður aðeins fjallað um einn anga af breytingunum, þ.e. takmarkanir á arðgreiðslum. Það er athyglisvert að möguleikar fyrirtækja til að greiða arð til eigenda skuli takmarkaðir í meira
mynd
10. janúar 2017

Nýjar áritanir endurskoðenda - loksins þess virði að lesa

Um allnokkurt skeið hafa fjárfestar víða um heim farið fram á að áritun endurskoðenda gefi þeim meiri upplýsingar en einfalda niðurstöðu um hvort ársreikningurinn standist kröfur reikningsskilareglna eða ekki.  Þeir hafa kallað eftir vitneskju um hvað endurskoðandinn telur mikilvægustu atriðin við endurskoðunina og hvernig hann nálgast þau í sinni vinnu.  Það er ljóst að við endurskoðun meira
mynd
3. desember 2016

Stafræn högun – Ný kynslóð

Upplýsingatæknin er að umbylta möguleikum fyrirtækja til að bjóða viðskiptavinum vörur og þjónustu með áður óþekktum hætti. Ný kynslóð viðskiptavina gerir allt aðrar kröfur til aðgengis að upplýsingum og þjónustu með ýmiskonar þráðlausum búnaði sem orðinn er staðaleign í vasa hvers manns. Þessi bylting kallar á nýja hugsun og uppstokkun þeirra kerfa sem hingað til hafa þjónað viðskiptavinum meira
mynd
5. nóvember 2016

Þróun endurskoðunar

Í sífellt flóknara viðskiptaumhverfi þarf hefðbundin endurskoðun að breytast til að ná að fylgja eftir þeirri þróun sem á sér stað. Þörfin fyrir endurskoðun hefur aldrei verið meiri og þar leika endurskoðendur stórt samfélagslegt hlutverk. Þeirra hlutverk er að mæta þörf fjárfesta fyrir áreiðanlegar upplýsingar um bæði stjórnarhætti fyrirtækja og fjárhagsupplýsingar. Þessi þörf leiðir til þess að meira
mynd
29. október 2016

Útskipti á endurskoðunarfélagi

Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem reið yfir heiminn árið 2008 byrjuðu menn að huga að því hvað hefði farið úrskeiðis. Horft var til þess hvaða leiðir væru færar til að koma í veg fyrir að sömu aðstæður myndu koma upp aftur á fjármálamörkuðum. Í þessu samhengi hefur Evrópusambandið unnið að endurbótum á reglum um endurskoðun, en sú vinna byggist á grunni svokallaðrar grænbókar (Green meira
mynd
23. júlí 2016

Leyfisveitingar í ferðaþjónustu

Samkvæmt lögum um skipan ferðamála þýðir „ferðaskrifstofa“ aðili sem býður fram og selur alferðir í atvinnuskyni, innanlands eða erlendis. Alferð/pakkaferð er fyrirfram ákveðin samsetning tveggja eða fleiri þátta sem seldir eru saman á einu verði: •Flutningur og gisting. •Gisting og afþreying s.s. hesta-, skoðunar-, göngu ferðir, sigling o.s.frv. •Flutningur og meira
mynd
28. júní 2016

Fjármálatækni framtíðarinnar

Umræða um framtíð fjármálafyrirtækja, fjármálatækni og gjaldmiðla litast þessa dagana mikið af hugtakinu „FinTech“ og þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á FinTech lausnir. En hvað er FinTech? Til eru margar mismunandi skilgreiningar á FinTech, þó flestar byggist þær á sama grunni. Einfaldasta útskýringin er bein þýðing á orðinu sem FinTech er dregið af, Financial Technology eða meira
mynd
18. júní 2016

Könnunaráritun, skýrslur og aðstoð endurskoðenda

Sérstakir alþjóðlegir staðlar eru til staðar sem snúa að öðrum störfum endurskoðenda en að beinni endurskoðun ársreikninga. Algengustu áritanir sem endurskoðendur nota vegna annarrar vinnu en endurskoðunar eru könnunaráritun og áritun á óendurskoðuð reikningsskil. Markmið könnunar á árshlutareikningi eða ársreikningi er að gera endurskoðandanum kleift að álykta, byggt á aðgerðum sem ekki eru jafn meira
mynd
9. júní 2016

Endurskoðun breytist til samræmis við tíðarandann

Ef litið er til baka um nokkra áratugi er ljóst að þróun endurskoðunar á alþjóðavísu hefur verið mikil á þeim tíma og gaman er að skoða hana aðeins. Á árunum 1840–1920 urðu mörg félög gjaldþrota, hlutabréfamarkaðir voru án eftirlits og einkenndust mikið af spákaupmennsku. Takmörkuð ábyrgð hluthafa var ekki til staðar og því þótti nauðsynlegt að setja lög m.a. til þess að verja fjárfesta. Af meira
mynd
27. maí 2016

Stjórnun netöryggis - Ábyrgð stjórnar og stjórnenda

Í nútíma markaðsumhverfi reiða félög sig sífellt meira á tækni og er svo komið að upplýsingatækni er nú undirstöðuþáttur í rekstri hvers félags. Um leið og upplýsingatækni gerir félögum kleift að bæta rekstur og þjónustu, t.d. með því að safna upplýsingum og greina þær, ber tæknin þó einnig með sér þá áhættu að geta orðið félögum að falli. Segja má að öryggisrof (e. breach) og gagnalekar séu meira
mynd
12. maí 2016

Siðareglur endurskoðenda og gæðaeftirlit

Í lögum um endurskoðendur kemur fram að Félag löggiltra endurskoðenda skuli, í samráði við Endurskoðendaráð, setja siðareglur fyrir endurskoðendur. Samkvæmt lögunum skulu endurskoðendur fylgja siðareglum þeim sem settar hafa verið af félaginu og hlotið staðfestingu ráðherra. Félag löggiltra endurskoðenda hefur sett siðareglur fyrir endurskoðendur á Íslandi og byggjast þær á siðareglum meira
mynd
29. apríl 2016

Mikilvægismörk við gerð ársreikninga

Oft er erfitt fyrir lesendur ársreikninga að átta sig á því hvaða upplýsingar í ársreikningum eru mikilvægar og hvaða upplýsingar skipta minna máli. Sérstaklega á þetta við um ársreikninga sem gerðir eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í þessu samhengi skiptir miklu máli hvernig hugtakið „mikilvægi“ er notað við gerð ársreiknings. Mikilvægisreglan er ein af meira
mynd
25. apríl 2016

Endurmenntun endurskoðenda

Tíminn líður hratt...hraðar sérhvern dag...“, þannig segir í um 30 ára gömlum söngtexta við lagið sem var fyrsta framlag okkar Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á þeim tíma sem liðinn er hefur þessi fullyrðing textans haldið gildi sínu nokkuð vel. Framfarir hafa orðið á flestum sviðum, tæknin vaxið og þekkingin aukist. Vissulega hafa þessu fylgt ruðningsáhrif og eitthvað meira
mynd
19. apríl 2016

Upplýsingaöryggi og áhættustýring

Á síðustu misserum hafa stjórnir og endurskoðunarnefndir félaga á markaði staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í störfum sínum. Í þessari grein verður farið stuttlega yfir það helsta sem þessir aðilar þurfa að hafa í huga hvað varðar upplýsingaöryggi og áhættustýringu. Ör þróun í upplýsingatæknimálum hefur skapað ýmis tækifæri á markaði en þróunin hefur jafnframt leitt af sér ýmis flókin meira
mynd
15. apríl 2016

Af örfélögum og öðrum

Í janúar lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um ársreikninga. Markmið þess er hvort tveggja endurskoðun regluverks með tilliti til einföldunar og innleiðing nýrrar ársreikningatilskipunar Evrópusambandsins. Undirritaður var í vinnuhópi sem ráðuneytið skipaði en hópurinn samanstóð af fulltrúum frá Ársreikningaskrá, Fjármálaeftirlitinu, Félagi löggiltra meira
Pistlar um endurskoðun

Pistlar um endurskoðun

Vikulega birtast pistlar í Viðskiptamogganum um endurskoðun og reikningshald í samvinnu við Félag löggiltra endurskoðenda. Þeir birtast jafnframt hér á vefnum.

Meira