Pistlar:

10. maí 2020 kl. 17:47

Gústaf Adolf Skúlason (gustafadolfskulason.blog.is)

"Móðir allra kreppa" í kjölfar kórónuveirunnar

Kenneth Rogoff prófessor er mjög notuð heimild í fjármálafréttum svo einnig núna í sambandi við kórónufaraldurinn. Í Washington Examiner varar hann við að á eftir kórónufaraldri komi „móðir allra kreppa" í kjölfarið. Aldrei hefur heimurinn áður hlotið jafn djúpt og stórt högg í efnahagslífið og núna. Á nokkrum vikum hafa yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna kastast út í atvinnuleysi og flest allar ríkisstjórnir grípa til sama ráðs og venjulega: Skuldaaukningu. 

Sá góði maður Martin Wolf fv. seðlabankastjóri Englandsbanka og núverandi skríbent í Financial Times skrifar um hversu litlir kapítalistar nútíma kapítalistar séu, því þeir hafi í lengri tíma rekið kapítalismann með eins litlu áhættusömu fjármagni og mögulegt er. Segir Martin Wolf að minnka verði lánveitingar til einkageirans og hið opinbera eigi að hætta að nota skuldasöfnun sem aðferð til að skapa eftirspurn.

Andreas Cervenka er besti fjármálaskríbent Svíþjóðar og hann skrifar prýðisgreinar í Dagens Industri. Saxa hér að neðan úr nýjustu grein hans en þar er hafsjór upplýsinga um núverandi efnahagsástand í heiminum.

Komumst af afneitunarstiginu – móðir allra kreppa í kjölfar kórónuveirunnar

Andreas Cervenka, fjármálasérfræðingur Dagens Industri

Andreas Cervenka skrifar einstaklega létt lesnar greinar um stór og flókin efnahagsvandamál. Í nýrri grein í Dagens Industri fjallar hann um efnahagslegar afleiðingar veirufaraldursins.

Hér er stiklað á stóru:

„Beiskur sannleikur allra kreppa er þessi: Efnahagslífið nær sér aldrei alveg aftur. Eftir covid-19 munu stórir hlutar heims þurfa að minnka væntingar á lífshögum og velferð. Það er kominn tími til að stjórnmálamennirnir segi það hreint út. 1969 birti sálfræðingurinn Elisabeth Kubler-Ross líkan sem lýsir fimm ólíkum stigum fólks sem mætir erfiðum áföllum en þau eru:
Afneitun 
Illska 
Hrossakaup 
Örvænting 
Samþykki

Margir virðast fastir á afneitunarstigi kórónukreppunnar. Kórónuveiran hefur gjörbreytt lífi okkar; hvernig við umgöngumst, ferðumst, störfum. Meira að segja málfarið er í kreppu. Innan fjármálablaðamennskunnar eru fyrirsagnir eins og „hrun” eða „hrikalegar tölur” ekki óalgengar.En hvað á þá að kalla fall yfir 300 prósent (!) á einum degi eins og gerðist nýlega með olíuna? Eða að 33 milljónir manns missa atvinnuna á nokkrum vikum eins og í Bandaríkjunum? Þetta er eins og að lýsa umferðaslysi í beinni útsendingu. Öll orðin lenda á einhvern hátt vitlausu meginn á tungunni”.


Óhaldbær skuldasöfnun heims eftir 2008

Cervenka lýsir hvernig mörg lönd byrja að létta á þvingandi aðgerðum vegna kórónuveirunnar og ræðir efnahagskreppuna í kjölfarið:

„Hér kemur erfiði bitinn: Lægðin eftir kórónukreppuna lítur út fyrir að verða mun dýpri en í fjármálakreppunni 2008. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn AGS spáir falli heimsframleiðslu með 3% 2020 sem hægt er að bera saman við – 0,1% 2009…Í níu löndum af tíu munu tekjur íbúanna minnka. Þessi töluvert bjartsýna spá byggir á því að faraldurinn fjari út seinni hluta ársins. Annars verður framleiðslufallið enn kröftugura 2021.”


„Áratuginn eftir 2008, þegar við höfðum lægstu vexti sem manneskjan hefur haft í 5 þúsund ár, þá fannst gyllið tækifæri að byrja að eyða tengingu efnahagsmála heimsins við stöðugt stækkandi skuldafjall. Útkoman varð þveröfug. Milli 2008 og 2019 jukust skuldir heimsins um 87 þúsund milljarði dollara eða 40% af vergri framleiðslu skv. International Institute of Finance IIF. Heildarskuldasöfnun sló síðan nýtt met árið 2019 með 322% af vergri framleiðslu. Til að einfalda málið, þá lánaði heimurinn fyrir glataðan hagvöxt eftir 2008. Sá sem ætti að útskýra það fyrir hópi barnaskólanema myndi kannski segja að margir fullorðnir hafi kosið að eyða peningum sem þeir höfðu ekki. Þeir sem hafa reynt að benda á hið knappa siðferðislega eða haldbæra innihald þessa skipulags hafa verið kallaðir dómsdagsspámenn”.


Sömu mistökin eina ferðina enn

Fyrri fjárhagskreppa leiddi til þess að áhætta var flutt frá einkageiranum yfir í opinbera geirann. 2020 býður upp á endurtekningu nema í miklu stærri mæli. Financial Times vitnar í skilgreiningu sem sýnir að fjármálaaðgerðir stjórnvalda á Vesturlöndum er þegar uppi í 6% af vergri framleiðslu, helmingi meira en 2008. Stjórnmálamenn hafa ausið út skattafé eins og enginn væri morgundagurinn. Leiðinlegi hluturinn er að hann kemur. Skv. AGS mun ríkisskuld Bandaríkjanna hækka frá 105% upp í 122% af vergri þjóðarframleiðslu í ár.

Áður voru 90% talin hættumörk en núna er því spáð að Vesturlönd fari að meðaltali upp í 120% af vergri þjóðarframleiðslu. Skuldir heims fara í ár upp í 342% af vergri þjóðarframleiðslu skv. IIF. Þetta þýðir að hver einusta króna sem núna er eytt verður hugsanlega kvittuð á móti skerðingu velferðarkerfisins eftir nokkur ár. Stjórnmálamenn tala eðlilega ekki hátt um þetta en núna er góður tími til þess að byrja”.


„Móðir allra kreppa”

„Martin Wolf skríbent í Financial Times skrifar að það sem virðist hafa einkennt efnahagslíf heimsins í lengri tíð er að reka kapítalismann með eins litlu áhættusömu fjármagni og mögulegt er. Kórónakreppan sýnir að drif einkageirans að lána fé verður að minnka samtímis því, að hið opinbera verður að hætta að treysta á skuldasöfnun sem aðferð til að skapa eftirspurn. En leiðin þangað er löng og ströng.

Kenneth Rogoff prófessor sem hefur numið 800 ára sögu fjármálakreppa lýsti fjármálakreppunni 2008 sem minni háttar æfingu fyrir hið raunverulega hrun 2020 sem er „móðir allra kreppa” svo hans eigin orð séu notuð. Robert Reich fyrrum vinnumálaráðherra Bandaríkjanna skrifar á Twitter að á þeim tíma sem landið hefur verið í „lock-down” og milljónir Bandaríkjamanna orðið atvinnulausir hafa milljarðamæringar landsins orðið 2.800 milljörðum ríkari. Þetta er raunveruleiki sem afskaplega margir eiga erfitt með knúsa á innilegan hátt”. 

mynd
18. nóvember 2019

Jason Hill háskólaprófessor lætur loftslags Grétu heyra það

Greta Thunberg fær ekki bara bréf frá aðdáendum. Hún fær einnig bréf frá þeim sem eru henni ósammála um heimsendi 2030. Í opnu bréfi til loftslagsGrétu lætur bandaríski prófessorinn Jason Hill hjá DePaul háskólanum í Chicago Grétu Thunberg alldeilis fá það óþvegið, skrifar Mike Adams á netmiðlinum Natural News: ”Þegar ég las greinina var ég tilneyddur að sitja á mér til að stökkva ekki meira
mynd
9. september 2019

Mótsvarandi 16.000 milljarða ískr. tap Svía næstu 10 árin

Á sama tíma og norræna ráðherranefndin býður styrki og vaxtalaus lán NEFCO og Nopef til norrænna fyrirtækja sem vilja flytja út græna tækni hrannast rafmagnsskortsviðvaranir í hrúgu í Svíþjóð. "Þröngt í rafmagnsnetinu - hindrun í vegi uppbyggingar og hagvaxtar?" (skýrsla Pöyry) Í ársgamalli skýrslu finnska Pöyry segja orkufyrirtækin í Svíþjóð sem pöntuðu skýrsluna, að samfélagslegt meira
mynd
22. ágúst 2019

Á bak við tjöldin hjá Gretu Thunberg og Grænu Víkingunum

Ég birti hér grein sem byggir á upplýsingum m.a. í Sunday Times um aðilana að baki Greta Thunberg sem á örskömmum tíma hefur náð heimsathygli vegna verkfalla gegn loftmengun. Loftslagsmálin hafa verið mikið í deiglunni sbr. nýja yfirlýsingu Norðurlandaráðs um forgangsröðun fjármagns til loftslagsmála. Loftslagsboðskapurinn er rekin áfram með hótun um heimsendi ef ríkisstjórnir taki sig ekki meira
mynd
5. júní 2019

Sænska ríkinu stillt upp við vegg af fyrirtækjum í rafmagnsflutningi

Samtök gegn okri á rafmagnsflutningi Eftir að Svíar sameinuðust orkumarkaði ESB hefur hitnað töluvert í kolunum. M.a. voru stofnuð samtök gegn okri á rafmagnsflutningi árið 2010 með þáttöku fyrirtækja og heimila í Gnosjö sem er þekktasta smáfyrirtækjahérað Svíþjóðar. Sú hreyfing náði eyrum yfirvalda sem reyndu gegnum sænska Orkumarkaðseftirlitið að hafa áhrif til lækkunar á okurverði meira
mynd
31. maí 2019

Orkuskilmálar EES eyðileggja samkeppnisstöðu Íslands

Árið 2014 birtist skýrsla eftir Jan Edlund, flexicurity.se "Lágt rafmagnsverð Svíþjóðar tilheyrir sögunni". Í skýrslunni rekur hann þróun rafmagnsverðs eftir að Svíþjóð gekk með í ESB og orkumarkað sambandsins. Rakin er þróun rafmagnsverðs í 14 löndum ESB á árunum 1995-2013 sérstaklega til iðnaðar og heimila. Rannsóknin sýnir fram á verðjöfnun sem bætir samkeppninsaðstöðu landa meira
Gústaf Adolf Skúlason

Gústaf Adolf Skúlason

Smáfyrirtækjarekandi í Svíþjóð með auglýsinga- og hönnunarfyrirtækið 99 Design sem starfar við útlitshönnun og auðkenni vara og fyrirtækja. Aðstoða einnig smáfyrirtækjarekendur með efnahagsstjórn og gæðamál. Var í nokkur ár aðalritari smáfyrirtækjasambands Evrópu, ESBA, með skrifstofu í Brussel og sat í stjórn samtakanna á annan áratug sem fulltrúi sænskra samtaka smáfyrirtækjarekenda. Mun hér fremst skrifa pistla um viðskipti og fjármál.

Meira