Pistlar:

31. október 2020 kl. 9:21

Gústaf Adolf Skúlason (gustafadolfskulason.blog.is)

Meira en helmingur smáfyrirtækjaeigenda óttast að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota innan 12 mánaða

Það þarf enga sérstaka reiknikunnáttu til að reikna út, að þegar fólk hættir að hreyfa sig, þá hætta hjólin að snúast. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarstoð efnahagslífs hins vestræna heims, þau framleiða yfir helming allra verðmæta og ráða til sín meira en tvo þriðju hluta vinnuaflsins. Í veirufaraldrinum og öllum lokunum í kjölfarið gæti - ef allt fer á versta veg - um helmingur slíkra fyrirtækja í Evrópu horfið innan árs, ef marka má viðhorf eigenda og stjórnenda slíkra fyrirtækja í nýlegri könnun McKinsey í fimm löndum í Evrópu: Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. 2.200 fyrirtækjaeigendur voru í ágúst s.l. spurðir um viðhorf sín til þess sem er framundan og þá hafði núverandi alda faraldursins ekki hafist. Myrk viðhorf eigenda lítilla og meðalstórra fyrirtækja sýna skýrt, hversu gríðarleg inngrip í þjóðfélagið ákvarðanir yfirvalda hafa um lokanir vegna kórónufaraldursins. Nýjar lokanir munu ekki gera þessar spár bjartari - þvert á móti. Með öllu er óvíst hversu mörg ár það tekur að endurbyggja efnahagslífið aftur sem slátrað hefur verið með þessum hætti og verður það skammgóður vermir að hafa sjúkrahús í gangi ef efnahagskerfið er hrunið og hungursneyð ríkir. 

Þjóðfélagskostnaðurinn við að „ráða niðurlögum" veirunnar má ekki vera stærri en skaðinn af kórónuveirunni
Sé útkoman yfirfærð á Ísland miðað við að vinnumarkaðurinn sé um 250 þúsund manns, þá sjá lítil og meðalstór fyrirtæki um 170 þús manns fyrir vinnu og og ef helmingur fyrirtækjanna lifir ekki af fram á næsta haust þýðir það að um 80-90 þúsund störf hverfa úr efnahagslífinu. Allir sjá hversu gríðarlegur skaði það er sem myndi kollsteypa samfélaginu í hyldýpi kreppu og örbirgðar sem ekki hefur sést síðan á tímum móðurharðinda. Þetta hugsaða reiknidæmi er hér sett upp til að fólk skilji að ábyrgð og aðgerðir yfirvalda geta haft úrslitaáhrif á útkomuna fyrir þjóðfélagið í heild. Engum má líðast að eyðileggja meira en kórónuveiran sjálf gerir í nafni þess að „ráða niðurlögum veirunnar."

Yfir helmingur telur að fyrirtækin munu ekki lifa af næstu 12 mánuði
Um 70% sögðust hafa fengið skertar tekjur vegna faraldursins og alvarleg inngrip í reksturinn. Einn af hverjum fimm höfðu áhyggjur af því að geta ekki borgað af lánum og að þurfa að segja upp starfsfólki á meðan 28% óttuðust að þurfa hætta við stækkunarverkefni sem þegar voru í gangi. Samtals óttaðist yfir helmingurinn að fyrirtæki þeirra gætu ekki lifað af lengur en 12 mánuði þrátt fyrir að 20% af þeim sem spurðir voru sögðust hafa notfært sér ýmsa ríkisstyrki í boði til að spyrna gegn efnahagsneyðinni eins og t.d. afléttingu skatta og greiðslur til starfsmanna.

Minni tekjur og dökkt útlit
Flestir aðspurðra hafa séð tekjurnar minnka en myndin lítur mismunandi út eftir löndum sem endurspeglar erfiðleikana að ákveða aðgerðir gegn veirunni og áhrif þeirra á viðskiptalífið. ítölsk og spönsk smá og meðalstór fyrirtæki hafa orðið einna verst úti: 30% ítalskra og 33% spánskra smáfyrirtækja sögðu að tekjurnar hefðu minnkað gríðarlega sem má bera saman við 23% í Þýskalandi. (Graf 1)

Graf_1

Fá fyrirtæki eru bjartsýn á að útlitið batni í bráð vegna efnahagsástandsins. 80% telja efnahaginn vera frá tiltölulega veikum upp í gríðarlega bágborinn. Hér er einnig munur á milli landa. Í Þýskalandi er búist við að efnahagurinn dragist minna saman en í öðrum löndum. Þar töldu 39% fyrirtækjanna að efnahaghagurinn væri sterkur eða t.o.m. gríðarlega sterkur. Í samanburði er sama tala einungis 10% fyrir Ítalíu (Graf 2).Graf2

Einnig var munur eftir löndum hversu mikið faraldurinn hefur áhrif á fjármálastöðu fyrirtækisins eins og að halda starfsmönnum eða borga af lánum og leigusamningum. Þar eru spánsku fyrirtækin að jafnaði þau svartsýnunstu. 30% lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Spáni höfðu áhyggjur af því að geta endurgreitt lán miðað við 14% í Þýskalandi. Á sama tíma óttuðust spænsku fyrirtækin að geta ekki haldið starfsmönnum sínum en einungis 16% í Þýskalandi og Frakklandi. Það er einnig athyglisvert að 14% að meðaltali í Evrópu sögðu að þau væru að berjast í því að geta mannað starfsemina vegna þess hversu margir voru sjúkraskrifaðir eða í einangrun (Graf3).

Graf3 Stækkunarverkefni eru einnig í hættur. Samtals óttuðust 28% að þurfa að fresta slíkum verkefnum og hækkaði sú tala upp í 37% hjá spænsku fyrirtækjunum og 30% hjá þeim bresku. Erfiðast gengur hjá veitinghúsum, hótelum, listum, skemmtiiðnaði og þjálfunarstöðum. Nær 40% fyrirtækja í þessum geirum sögðu leggja þyrfti slík verkefni á ís sem bera má saman við 20% á hinum enda skalans eins og heilsufari, landbúnaði og í byggingariðnaði (Graf4).Graf4

Lífsfkoma lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Graf 5 sýnir á hvern hátt allt þetta hefur áhrif á áhyggjur lítilla og meðalstórra fyrirtækja um lífsafkomuna eftir landi, starfsgrein og stærð fyrirtækisins. Samanlagt töldu 11% að þau myndu fara í gjaldþrot innan hálfs árs. Áhyggjurnar voru merstar hjá stærstu fyrirtækjunum (með 50 til 249 starfsmenn) á Ítalíu og í Frakklandi, þar sem 21% eða næstum helmingi fleiri en meðaltalið bjuggust við að fara í gjaldþrot á næstu sex mánuðum. Hins vegar töldu 19% einyrkja á Spáni að þeir færu fljótlega í gjaldþrot miðað við 6% fyrirtækja með 50-249 starfsmenn. Í iðnaði bjuggust langflestir við að fara í gjaldþrot í flutningaiðnaði (22%).Töluvert færri bjuggust við skjótu gjaldþroti í landbúnaði, matvælaverslun, smásöluverslun og heildsölu (13-15%).Graf5

Fjárstuðningur yfirvalda
Fjöldi þeirra fyrirtækja sem að lokum mistekst með að komast af fer að miklu leyti saman við framtíða þróun veirufaraldursins og þann toll sem veiran tekur af starfseminni. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru því beðnir að áætla hvernig fyrirtækinu myndi reiða af við þrjár aðstæður, þar sem tekjurnar væru stöðugar, minnkuðu eða myndu aukast. 55% fyrirtækjanna sagði að ef tekjurnar væru stöðugar yrði fyrirtækjunum lokað í september 2021. Ef staðan versnaði þannig að tekjurnar minnkuðu enn frekar með 10-30% töldu 77% aðspurðra að fyrirtæki þeirra leggðu upp laupana í síðasta lagi í september 2021. Stækkuðu tekjurnar hins vegar um 10-30% sögðu 39% af litlu og meðalstóru fyrirtækjunum að þau gætu engu að síður hafa hætt starfsemi í síðasta lagi í september 2021. Það sem hefur áhrif á myndina er því í hversu miklum mæli fyrirtækin halda áfram að fá stuðning yfirvalda. Ríkisstjórninr í aðildarríkjum ESB hafa áður styrkt fyrirtækin til að mæta kreppunni strax í upphafi en OECD segir stefnuna vera að breytast yfir í aðstoð til endurreisnar. Stór hluti fyrirtækjanna ætlar að sækja um fjármagn sem verður í boði. Graf 6 sýnir að næstum 20% hefur þegar sótt um ríkisstyrki og 30% að auki ætlar að gera það. Enn er munur milli ríkjanna, í Frakklandi og á Ítalíu ætluðu yfir 35% fyrirtækjanna að sækja um fjármálaaðstoð en 20% í Bretlandi og 25% í Þýskalandi.
Graf6

10. maí 2020

"Móðir allra kreppa" í kjölfar kórónuveirunnar

Kenneth Rogoff prófessor er mjög notuð heimild í fjármálafréttum svo einnig núna í sambandi við kórónufaraldurinn. Í Washington Examiner varar hann við að á eftir kórónufaraldri komi „móðir allra kreppa" í kjölfarið. Aldrei hefur heimurinn áður hlotið jafn djúpt og stórt högg í efnahagslífið og núna. Á nokkrum vikum hafa yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna kastast út í atvinnuleysi og meira
mynd
18. nóvember 2019

Jason Hill háskólaprófessor lætur loftslags Grétu heyra það

Greta Thunberg fær ekki bara bréf frá aðdáendum. Hún fær einnig bréf frá þeim sem eru henni ósammála um heimsendi 2030. Í opnu bréfi til loftslagsGrétu lætur bandaríski prófessorinn Jason Hill hjá DePaul háskólanum í Chicago Grétu Thunberg alldeilis fá það óþvegið, skrifar Mike Adams á netmiðlinum Natural News: ”Þegar ég las greinina var ég tilneyddur að sitja á mér til að stökkva ekki meira
mynd
9. september 2019

Mótsvarandi 16.000 milljarða ískr. tap Svía næstu 10 árin

Á sama tíma og norræna ráðherranefndin býður styrki og vaxtalaus lán NEFCO og Nopef til norrænna fyrirtækja sem vilja flytja út græna tækni hrannast rafmagnsskortsviðvaranir í hrúgu í Svíþjóð. "Þröngt í rafmagnsnetinu - hindrun í vegi uppbyggingar og hagvaxtar?" (skýrsla Pöyry) Í ársgamalli skýrslu finnska Pöyry segja orkufyrirtækin í Svíþjóð sem pöntuðu skýrsluna, að samfélagslegt meira
mynd
22. ágúst 2019

Á bak við tjöldin hjá Gretu Thunberg og Grænu Víkingunum

Ég birti hér grein sem byggir á upplýsingum m.a. í Sunday Times um aðilana að baki Greta Thunberg sem á örskömmum tíma hefur náð heimsathygli vegna verkfalla gegn loftmengun. Loftslagsmálin hafa verið mikið í deiglunni sbr. nýja yfirlýsingu Norðurlandaráðs um forgangsröðun fjármagns til loftslagsmála. Loftslagsboðskapurinn er rekin áfram með hótun um heimsendi ef ríkisstjórnir taki sig ekki meira
mynd
5. júní 2019

Sænska ríkinu stillt upp við vegg af fyrirtækjum í rafmagnsflutningi

Samtök gegn okri á rafmagnsflutningi Eftir að Svíar sameinuðust orkumarkaði ESB hefur hitnað töluvert í kolunum. M.a. voru stofnuð samtök gegn okri á rafmagnsflutningi árið 2010 með þáttöku fyrirtækja og heimila í Gnosjö sem er þekktasta smáfyrirtækjahérað Svíþjóðar. Sú hreyfing náði eyrum yfirvalda sem reyndu gegnum sænska Orkumarkaðseftirlitið að hafa áhrif til lækkunar á okurverði meira
mynd
31. maí 2019

Orkuskilmálar EES eyðileggja samkeppnisstöðu Íslands

Árið 2014 birtist skýrsla eftir Jan Edlund, flexicurity.se "Lágt rafmagnsverð Svíþjóðar tilheyrir sögunni". Í skýrslunni rekur hann þróun rafmagnsverðs eftir að Svíþjóð gekk með í ESB og orkumarkað sambandsins. Rakin er þróun rafmagnsverðs í 14 löndum ESB á árunum 1995-2013 sérstaklega til iðnaðar og heimila. Rannsóknin sýnir fram á verðjöfnun sem bætir samkeppninsaðstöðu landa meira
Gústaf Adolf Skúlason

Gústaf Adolf Skúlason

Smáfyrirtækjarekandi í Svíþjóð með auglýsinga- og hönnunarfyrirtækið 99 Design sem starfar við útlitshönnun og auðkenni vara og fyrirtækja. Aðstoða einnig smáfyrirtækjarekendur með efnahagsstjórn og gæðamál. Var í nokkur ár aðalritari smáfyrirtækjasambands Evrópu, ESBA, með skrifstofu í Brussel og sat í stjórn samtakanna á annan áratug sem fulltrúi sænskra samtaka smáfyrirtækjarekenda. Mun hér fremst skrifa pistla um viðskipti og fjármál.

Meira